Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 31

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 31
m.a. í farangri pílagrímafeðranna vestur um haf og púritanar og píetistar báru vítt og breitt um meginlandið, auk þess sem hún varð þeirra bók í Bretlandi. Sama máli gegnir um þýðinguna sem kennd er við Jakob konung fyrsta, einnig þar var stuðst við þýðingu Tyndales. I fljótu bragði virðist sem þýðingar Lúthers og Tyndales hafi verið und- irstöður þýðingar Biblíunnar mjög víða og báðar eiga það sameiginlegt að hafa skapað þýðingarhefð með afar sérstökum biblíumálsstíl sem fer ekki framhjá neinum. Texti þessara þýðinga hefur reynst mjög lífseigur, hann hefur mótað viðhorf fólks til þess stíls sem því finnst eiga við í texta hinnar helgu bókar. Hitt er svo annað mál að allar styðjast þessar þýðingar við textus receptus sem nútímaþýðingar styðjast ekki lengur við. Á íslandi varð Biblían aldrei bók bókanna eins og víða annars staðar, næsta víst má telja að hún hafi ekki verið almennt til á íslenskum heim- ilum, hins vegar kynntust menn biblíutextanum með öðum hætti, einkum í hugvekjuritum og postillum en þá vel að merkja ekki Biblíunni í heild heldur öðru fremur í períkópunum. Biblían hafði því að mörgu leyti aðra stöðu hér á landi fram yfir aldamótin 1800 en víða, jafnvel víðast hvar ann- ars staðar í Evrópu. Þýðingaraðferð Lúthers. Þýðingaraðferð Lúthers hefur oft verið til umfjöllunar, ekki hvað síst meðal þeirra sem fást við þýðingar almennt. Hann lýsti aðferð sinni best í ítarlegu sendibréfi sem hann ritaði árið 1530 þar sem hann dvaldist í kastala Jóhanns Friðriks fyrsta kjörfursta í Coburg, það var öruggur staður fyrir siðbót- armanninn meðan á ríkisþinginu í Ágsburg stóð og allir nánustu samstarfs- menn hans sátu sveittir yfir að berja saman Ágsborgarjátninguna. Lúther var ófrjáls maður og útlægur og því ekki til umræðu að hann hætti sér inn á sjálft ríkisþingið. Hann var því í skjóli kjörfurstans í kastalanum í Coburg eins nærri Ágsburg og talið var óhætt. Ur kastalanum skrifaði Lúther mörg bréf og þar á meðal þetta. Bréfið var skrifað vegna ásakana sem hann hafði ítrekað fengið úr herbúðum hinna kaþólsku, að þýðing hans væri ekki nógu nákvæm, m.a. hefði hann bætt við orði í hinn mikilvæga texta í Róm. 3,28 en þar segir Páll: „Arbitramur hom- inem justificari ex fide absque operibus \ þetta þýðir Lúther á þýsku þannig: 29
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.