Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 34

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 34
herðar yfir aðrar enskar þýðingar og eina meistaraverkið á sviði þýðinga sem eigna má nefndarstörfum.“2 En sú þýðing var - að nafninu til a.m.k. - gerð af 54 manna nefnd en að verulegu leyti er stuðst við þýðingu Tyndales. Burtséð frá stílnum tínir Updike til fjöldann allan af áhugverðum dæmum um leiðréttingar sem gerðar hafa verið af einstökum þýðendum Biblíunnar á undanförnum árum, m.a. hjá Alter, hann nefnir t.d. orðið fyrir stiga Jakobs sem ætti skv. þessu að vera rampi eða skáflötur líkt og í mesópótamískum ziggurötum og orðið rashi sem þýtt er sem steinn sem Jakob hafði undir höfði sér vísar til annars fyrirkomulags, þ.e.a.s. að hann ætti að vera við hlið Jakobs eins og til varnar eða verndar. Þannig mætti lengi telja dæmi um við- leitni til að leiðrétta eitt og annað í klassískum þýðingum fyrir alda. Enginn efast um réttleika þýðingar Alters en menn eru ekki á eitt sáttir um stílsnilld hans, þar virðist Biblía Jakobs konungs sem Tyndale fær mestan heiðurinn af, fara með sigur af hólmi. Og það er ekki hvað síst stílsnilldin sem hefur gefið Biblíunni þann sess sem hún hefur haft um langan aldur. Stíll texta er ekki það sem sagt er heldur hvernig það er fram sett. Þetta eru fyrstu viðbrögð margra við spurningunni um stíl. En þegar betur er að gætt þá gildir þessi einfalda skilgreining á stíl því miður ekki nema að nokkru leyti. Stíll er persónueinkenni en hann mótast af stílvitund sam- tímans. Þetta er líka næsta augljóst þegar nefnd eru dæmi um höfunda eða fræðimenn frá ýmsum tímum. Stíll og innihald tengjast nánar en við fyrstu sýn kann að virðast. Unnt er að lýsa atviki á einhvern tiltekinn hátt með ákveðnum orðum. En það er hægt að lýsa sama atviki á allt annan hátt með allt öðrum orðum án þess að um annan stíl sé að ræða. Bókmenntafræðingurinn Nelson Goodman segir um stíl: „Aðeins sumir þættir í orðavali verka stílmótandi en ekki aðrir. Það gerir tvo ólíka texta ekki mismunandi í stíl að þeir séu ritaðir með mismun- andi orðum. Það sem skiptir máli sem stílseinkenni eru sérstök áberandi orð, bygging setninganna, stuðlasetning og rím.“3 2 John Updike, „The Great I Am. Robert Alter’s new translation of the Pentateuch.“ The New Yorker. 1. nóv. 2004. 3 "... only certain features of the wording, and not others, constitute features of style. That two texts consist of very different words does not make them different in style. What counts as features of style here are such characteristics as the predominance of certain kinds of words, the sentence structure, and the use of alliteration and rhyme.“ Goodman, Nelson: „The Status of Style“. 32
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.