Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 44
2. Ný þýðing í vændum
Um það leyti sem þýðingarstarf við nýútkoma Biblíu hófst skrifaði prófessor
Þórir Kr. Þórðarson (1990: 235):
Með öllum kristnum þjóðum eru biblíuþýðingar og endurskoðanir á gild-
andi þýðingum alltíðar, þar sem tjáning og málfar breytist með hverri kyn-
slóð. Svo verður um íslenskar biblíuþýðingar, ef þjóðin ber gæfu til þess að
varðveita með sér þetta höfuðrit vestrænnar menningar og siðgæðis, að þær
munu marka hverri kynslóð nýtt verkefni um túlkun sanninda og frásagn-
arlistar, bæna, Ijóða og lofsöngva, siðlegra hvatninga og áminninga, þannig
að hver mannsaldur taki orðin til sín og tileinki sér þau.
Segja má að þessi orð Þóris hafi fylgt starfinu við nýja þýðingu frá upp-
hafi árið 1990 og til loka þýðingarstarfsins 2007 þótt hans sjálfs nyti því
miður afar stutt við. Mikilvægt er að Biblían ná til sem flestra og að nýjar
kynslóðir líti ekki á hana sem forngrip heldur geti leitað til hennar sér til
gleði og ánægju, huggunar og trausts.
Astæða þess að ráðist var í hið mikla verk að þýða alla Biblíuna að nýju
var að við endurútgáfu Biblíunnar 1981 var þýðing Gamla testament-
isins tekin lítið breytt úr útgáfunni frá 1912 og endurprentuð. Einhverjar
breytingar voru þó gerðar á Sálmunum og spádómsbók Jesaja, engar stór-
vægilegar. Sumir hlutar Nýja testamentisins voru hins vegar endurþýddir en
aðrir endurskoðaðir eins og m.a. má sjá á baksíðu á titilblaði útgáfunnar
frá 1981:
í þessari útgáfu Biblíunnar, hinni u'undu á íslensku (1584—1981), eru guð-
spjöllin og Postulasagan endurþýdd úr frumtexta og fyrri þýðing annarra rita
Nýja testamentisins (lokið 1912/14) endurskoðuð. Nokkrar umbætur hafa
verið gerðar á sömu þýðingu Gamla testamentisins.
Fljótlega var farið að ræða um nýja þýðingu Gamla testamentisins
og apókrýfu bókanna með nýja útgáfu allrar Biblíunnar í huga. Haustið
1986 fól Hermann Þorsteinsson, þáverandi framkvæmdastjóri Hins íslenska
biblíufélags, tveimur Gamla testamentisfræðingum, þeim dr. Sigurði Erni
Steingrímssyni og prófessor Þóri Kr. Þórðarsyni, að gera tilraunaþýðingu
á Jónasarbók og Rutarbók. Því verki lauk tveimur árum síðar en formlegt
þýðingarferli var komið af stað. Sigurður Örn var ráðinn þýðandi Gamla
42