Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Qupperneq 58
Vissulega er íslenskan mjög kynbundið mál og að því leyti frábrugðin máli
eins og enskunni, en samt sem áður eigum við ýmislegt sameiginlegt hvað
kynjað málfar varðar. Ég nefni sem dæmi orðið maður á íslensku og man
á ensku. Á síðustu áratugum hefur markvisst verið unnið að því að breyta
notkun á orðinu man, frá því að merkja ýmist karl, eða karl og kona, yfir
í það að orðið man merki eingöngu karlmaður. Nú heyrir það til undante-
kninga sé orðið man notað í ,,inclusivri“ merkingu, sem karl og kona.En
hvað getur þessi þróun kennt okkur um notkun orðsins maður á íslensku?
Að margra mati er þetta ekki vandamál sem við þurfum að taka á. Þó erum
við fleiri sem sjáum vankanta á tvíræðri merkingu orðsins.
Vissulega getur verið rétt að notkunin sé eitthvað að breytast í ensku,
en helstu enskar orðabækur gefa þó þessa tvöföldu merkingu. Enska þróun
getum við ekki látið hafa áhrif á íslenskt mál.
Ef litið er á dæmi úr Gamla testamentinu er alveg Ijóst hver merkingin
er í texta úr Stjórn, biblíuþýðingu frá miðöldum, þar sem stendur: „skapaði
Guð manninn eftir sjálf síns mynd og líkneskju, skapaði hann bæði karl-
mann og kvenmann.“ Guðbrandur Þorláksson þýddi: ,,Og Guð skapaði
Manninn eptir sinni Mynd / eptir Guds Mynd skapadi hann hann. Og
hann skapaði þau Karlmann og Kvinnu.“ I Viðeyjarbiblíu frá 1841 stend-
ur: „Og Guð skapaði manninn eptir sinni mynd, hann skapaði hann eptir
Guðs mynd, og hann skapaði þau kallmann og kvenmann.“ I Biblíunni
frá 1912/14 er þessi sami staður þýddur svona: ,,Og Guð skapaði mann-
inn eftir sinni mynd, hann skapaði hann eftir Guðs mynd; hann skapaði
þau karl og konu.“ Þetta vers er óbreytt í útgáfunni frá 1981 og sömuleiðis
í nýju þýðingunni.-^ Dæmið sýnir að tvöföld merking orðsins maður hefur
lifað með þjóðinni frá upphafi og erfitt er að sjá hvers vegna þetta veldur
misskilningi nú og menn átti sig ekki lengur á við hvað eða hvern er átt.
Undir þessa skoðun tók Ágústa í sinni grein í Studia theologica þar sem hún
skrifar (2002:99):
Ymsir kvennaguðfræðingar hafa fundið þessu orði [þ.e. maður] það til
foráttu að það sé óljóst og telja að það geti útilokað konur. Auður Eir
Vilhjálmsdóttir leggur til að um hóp karla og kvenna skuli nota orðið fólk
(eða manneskja) en ekki menn. Henni er þó vel ljóst að hefð er fyrir því að
nota orðið menn um konur og karla en engu að síður mælir hún með því
að tekin verði upp önnur málnotkun og talað um menn sem karla.
3 Tilvitnunin er úr Fyrstu Mósebók, fyrsta kafla, 27. versi.
56