Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 99

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Síða 99
Áhrifa upplýsingarinnar gætti á hinn bóginn mun skýrar í sterkri fram- faratrú sem skín í gegnum ræðuna og kemur einkum fram í því að Tómas leit svo á að skilningur manna á orði Guðs héldist í hendur við aukna almenna þekkingu og vísindalegar framfarir. Þetta ásamt hinni einörðu ákvörðun Tómasar að leggja orð Guðs til grundvallar í öllu starfi sínu varpar ljósi á stöðu hans á mótum tveggja tíma. Hann virðist hafa verið biblíufastur rétttrúnaðarguðfræðingur sem mótaður var af upplýstri söguhyggju. Þótt hér hafi verið lögð áhersla á að sýna fram á að guðfræði Tómasar Sæmundssonar rísi undir nafni sem 19. aldar rétttrúnaður skal á það fallist að hugtakið kirkjustefna geti einnig gagnast í þessu efni. Kirkjan og söfn- uðurinn gegndu til dæmis veigamiklu hlutverki í guðfræði Tómasar. Einnig ber að athuga að hugtökin nýrétttrúnaður og kirkjustefna útiloka ekki hvort annað heldur geta bæði átt við en vísa þá hvort til sinnar áttar eins og drepið var á hér að framan. KirkjuskilningurTómasar og afstaða til tilhögunar kirkjulegs lífs og starfs er athygli verð. A þessu sviði hafði Tómas mjög mótaðar skoðanir og féll hann í þessu efni undir þann flokk kirkjumanna sem nú á dögum kallast lágkirkjulegur. Kemur þetta hvað best fram í afstöðu hans til kirkjusiða. Er hér ugglaust að finna áhrif frá hinni miklu Evrópuferð hans þar sem hann komst í nánari kynni við bæði rómversk-kaþólsku kirkjuna og þá reform- ertu. Vakti sú reynsla hann sýnilega til gagnrýni á hinni fyrrnefndu á sama tíma og hann hreifst af hinni síðarnefndu. Virðist þar vera að finna skýr- ingar á þeim strangleika ef ekki ofstæki sem Torfi K. Stefánsson Hjaltalín telur sig skynja hjá Tómasi. Við þá skýringu er því þó við að bæta að einhvers staðar hefur höfundur þessarar greinar rekist á þá lýsingu á Tómasi að hann hafi verið „ólmur“ maður. Ekki er að vita hvort það merki að hann hafi verið stressaður, manískur eða aðeins eldhugi. Þetta persónueinkenni, af hvaða rót sem það kann að hafa verið runnið, kemur augljóslega fram í aðfararæðu hans þótt ekki þurfi að skoða það sem merki um ofstæki. 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.