Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 107

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Side 107
hann var kallaður til konu í barnsnauð. Bóndi hennar vildi nota ferðina og lét draga úr sér tönn á meðan konan var með kollhríðirnar. Lækninum sagðist svo frá að konan hefði ekki brugðið svip og frá henni heyrðist ekki minnsta stuna, en þegar karlinn æpti þá lék henni um varir dauft bros. Þegar Hallgrímur Pétursson yrkir um passíuna um píslargönguna þá stendur hann sjálfur „álengdar fjær“.4 Hann horfir af þeim sjónarhóli á þján- ingu Frelsarans því nær getur hann ekki komist. Þessi afstaða er forsenda alls skilnings. I stað þess að álykta út frá sjálfum sér um líðan annarra er leitast við að hlusta og skynja og stíga þar með skrefinu nær. Samlíðun með Kristi og imitatio byggir á þeirri trúarvitund að Mannssonurinn skilji okkur betur en við skiljum okkur sjálf. Þegar Hallgrímur glímir sjálfur við margvíslegar sorgir, ástvinamissi og heilsutjón, þá horfir hann til harmkvælamannsins, sem spádómsorðið lýsir svo: „Hann var hvorki fagur né glæsilegur, svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur, svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrirlit- inn og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni, er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis. En vorar þjáningar voru það, sem hann bar og vor harmkvæli er hann á sig lagði“ (Jes 53:2-4 ). Agætur læknir vakti athygli mína á því að kannski litum við um of framhjá þessu. Þjáður maður er hluttakandi í þjáningum Krists og jafn- framt er hann hluttakandi í sigri hans yfir sorg og þjáningu og dauða. Þetta var skilningur Hallgríms og þetta var skilningur Páls sem segir á einum stað: „Því að eins og þjáningar Krists koma í ríkum mæli yfir oss, þannig hljótum vér og huggun í ríkum mæli fyrir Krist“ (2Kor 1:5). Erum við þá með því að taka í burtu þjáninguna að ræna þessari 'imitatio frá mann- inum? Eg læt þeirri spurningu ósvarað en mun síðar víkja betur að því, sem ég nefni nauðsynlegan sársauka. Eg veit ekki frekar en aðrir hversu margir íslendingar líta á þjáninguna sem beina þroskaleið, hvað þá refsingu eða miskunnarlausa „vitleysu“ svo eitthvað sé nefnt. Því verður ekki á móti mælt að eitt stærsta stefið í boðskap kristindóms- ins er boðskapur föstunnar. Á píslargöngunni bætir Kristur úr böli margra, hann reynir ekki að skýra þjáninguna eins og kemur svo vel fram, þegar 4 Hallgrímur Pétursson, Passíusálmarnir, 1998, 11. sálmur 3. vers 105
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.