Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.2008, Page 133
ræða kristindóms- og trúarbragðafræðslu í skólum. Þótt íslenskt samfélag
sé á vissan hátt enn tiltölulega einsleitt í trúarefnum er það að breytast og
mikilvægt er að gera sér grein fyrir áhrifum margbreytileikans á ungt fólk
og hjálpa því að takast á við hann. Kirkjan þarf að horfast augu við ólíkan
bakgrunn þeirra barna og unglinga sem taka þátt í starfi hennar og ef horft
er á mismunandi reynslu Önnu og Einars, sem bæði hafa tekið þátt í starfi
kirkjunnar, má draga þá ályktun að styrkurinn í tilfelli Önnu með tilliti
til trúar og trúariðkunnar liggi í samhljómi milli þess sem hún upplifir
og lærir á heimilinu og í kirkjunni. Hjá Einari virðist vanta þennan sam-
hljóm að miklu leyti. Það ætti því að vera eftirsóknarvert fyrir kirkjuna að
styrkja þennan samhljóm. Því til stuðnings má benda á það sem Hjalmar
Sundén segir um heildstæða miðlun trúarinnar og áður hefur verið vikið
að.24 Ymsar rannsóknir í nágrannalöndunum benda einnig til mikilvægis
þessa samhljóms og má í því sambandi nefna rannsókn Erlings Birkedal á
guðstrú 13-15 ára unglinga.25 Einar er auk þess í hópi drengja sem virðast
af einhverju ástæðum vera mun síður virkir trúarlega en stúlkur og er það
því hópur sem vert væri fyrri kirkjuna að huga sérstaklega að.
Þegar horft er til kristinfræði- og trúarbragðafræðslunnar í skólunum er
ljóst að öll þrjú, Anna, Berglind og Einar, koma inn í skólann með sinn
ólíka bakgrunn, reynslu og viðhorf. Þar er að finna efnivið sem mögulegt er
fyrir skólann að nýta sér þannig að raddir margbreytileikans fái að hljóma.
Roberet Jackson ræðir mismunandi nálgun í trúarbragðakennslu í skólum
og bendir á mikilvægi þess að bakgrunnur, reynsla, hugmyndir og tilvist-
arspuringar nemendanna fái rými í kennslunni og af þeim sökum styður
hann öðru fremur nálganir sem gera ráð fyrir slíku.26 Nemendur koma í
skólann með ólíkan bakgrunn og nám og kennsla á þessu sviði ætti því að
gefa þeim tækifæri til að velta vöngum yfir eigin reynslu, hugmyndum og
tilvistarspurningum í samræðum við aðra nemendur. En einnig í víxlverk-
an við arfleifð og hefðir trúarbragðanna og námsefni skólans. Slík nálgun
hjálpar þeim að gera sér betur grein fyrir eigin afstöðu og stuðlar jafnframt
24 Sundén 1970.
25 Birkedal 2001.
26 Jackson 2004.
131