Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 9
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
eftir HJÖRLEIF KRISTINSSON á Gilsbakka
Frá œttmennum Steingríms
VORIÐ 1803 flytur að Merkigili í Austurdal frá Uppsölum í
Blönduhlíð Jón bóndi Höskuldsson, rúmlega þrítugur að
aldri, ásamt konu sinni, Ingu Þorfinnsdóttur, sem þá var
komin hátt á sextugsaldur. Jón var sonur Höskuldar sterka,
þess er byggði Höskuldsstaði í Blönduhlíð og bær sá dregur
nafn af. I móðurætt var Jón kominn af Steingrímsætt, sem
er fjölmenn í Skagafirði og víða um land.
Inga Þorfinnsdóttir var tvígift áður en hún átti Jón Hösk-
uldsson. Fyrsti maður hennar var Jón Jónsson bóndi á
Miðsitju. Með honum átti hún þrjú börn: Björgu, Pétur og
Jón, sem prestur varð á Miklabæ frá 1812-48. Annar maður
Ingu var Björn Árnason bóndi á Höskuldsstöðum. Með
honum átti hún eina dóttur, er Vigdís hét. Síðasta hjóna-
band Ingu var að sjálfsögðu barnlaust, enda var Inga 50 ára,
þegar hún giftist Jóni Höskuldssyni, en hann hálfþrítugur.
Fljótlega eftir að Jón og Inga fluttust í Merkigil, réðist til
þeirra sem vinnukona stúlka af næsta bæ, Miðhúsum, sem
Ingibjörg hét, Einarsdóttir bónda þar, Ásgrímssonar. Ingi-
björg var sögð forkunnarfríð á yngri árum og hélt því lengi.
Fljótlega eftir að Ingibjörg kom í Merkigil gerðist hún bú-
stýra, enda sótti elli og heilsuleysi fast að Ingu húsfreyju.
Jón bóndi gerði nú Ingibjörgu að hjákonu sinni, og áttu þau
barn saman, fætt 12. júní 1813. Barnið var sveinn og hlaut
nafnið Jón.
7