Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 10
SKAGFIRÐINGABÓK
Þegar hér var komið, vildi séra Jón á Miklabæ, sonur
Ingu húsfreyju, að Ingibjörg færi burtu frá Merkigili. A
sömu sveif lagðist Jón prestur í Goðdölum, enda um hór-
dómsbrot að ræða hjá sóknarbörnum hans. Fleiri prestar,
prófastur og sýslumaður komu við sögu í þessum mála-
rekstri. Jón lét ekki sinn hlut, nema hvað sagt er, að hann
hafi að lokum greitt 30 ríkisdali í einhvers konar miskabæt-
ur. Það hefur líka styrkt aðstöðu Jóns bónda, að Inga kona
hans lagðist mjög á móti því, að hjákonan væri látin fara,
því að svo mikils mat hún, hversu vel Ingibjörg annaðist
hana í ellinni.
Nokkrum árum síðar, eða 16. marz 1817, ól Ingibjörg
bústýra annað barn sitt, sem Jón bóndi gekkst greiðlega við.
Var það stúlka og skírð Inga að tilmælum Ingu húsfreyju.
Inga Þorfinnsdóttir dó á þessu vori, þá 72 ára. „Hafði hún
verið alla tíð hið mesta valkvendi.“
Inga átti fjögur börn, sem áður segir. Hófst nú nokkurt
þras út af erfðamálum hennar. Um það segir Jón Espólín
sýslumaður m.a.: „Hinn 23. júní reið sýslumaður að Merki-
gili að upprita bú auðugs bónda eins, er hét Jón Höskulds-
son, eftir konu hans Ingu Þorfinnsdóttur. Varð sýslumaður
að koma honum á óvart, því margt fól hann úr búinu í
klettaskorum niður við Jökulsá." Erfðamálum þessum var
ekki að fullu lokið fyrr en að tveimur árum liðnum, og
höfðu þá bæði amtmaður og landsyfirdómur skipt sér af
þeim.
Jón Höskuldsson var sagður fjárríkastur bænda í Skaga-
firði, en mjög fækkaði kindum hans um þetta leyti. Samt
leið ekki á löngu, að bú hans yrði sem áður.
Skömmu eftir lát Ingu vildi Jón giftast hjákonu sinni, en
treglega gekk að fá giftingarleyfi vegna hórdómsbrotanna.
Ekki bætti úr skák, að áður en leyfið fengist átti Ingibjörg
þriðja barnið, og „vissu allir, að Jón ætti barn þetta.“ Var
það stúlka, skírð Guðbjörg, og ætíð nefnd Sigurðardóttir,
8