Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 12
SKAGFIRÐINGABÓK
tugur að aldri, og hafði þá rekið stórbú á Merkigili tæpa
þrjá áratugi. Aður hafði hann búið á Uppsölum í Blöndu-
hlíð með Ingu fyrri konu sinni. Jón hafði verið heilsu-
hraustur löngum, hinn mesti vinnuþjarkur og vinnuharður,
óvorkunnsamur við sjálfan sig og aðra. Hafði hann oft vilj-
að gera lítið úr lasleika annarra, sagt sem svo, ef fólk varð
rúmliggjandi, að ráð til bata væri að fara á fætur, þá mundi
slenið hverfa. Þegar Jón lagðist banaleguna skömmu eftir
nýárið 1831, spurði vinumaður hans því hann færi ekki á
fætur og léti sér batna eins og hann vildi að aðrir gerðu. „O,
sussu,“ sagði Jón, „ég er búinn að þrautreyna þetta, en það
dugar ekkert."
Harðbýll var Jón við skepnur sínar og þjófhræddur. Kom
þeim Bólu-Hjálmari illa saman á þeim árum, sem Hjálmar
bjó á Nýjabæ. Þá greindi á um upprekstur á Nýjabæjar-
afrétt, og þjófnaðargrunur sá, er féll á Hjálmar, komst í
góðan jarðveg, þar sem Jón Höskuldsson var. Þegar Hjálm-
ar fluttist alfarinn úr Austurdal, kvöddust þeir með eftir-
minnilegum hætti og flugust á í illu á hlaðinu á Merkigili.
Ingibjörg Einarsdóttir var aðeins rúmlega fertug, er hún
missti bónda sinn. Hélt hún ótrauð áfram búskapnum með
börnum sínum. Var Jón þeirra elztur og veitti búinu for-
stöðu ásamt henni. Heldur dróst búskapurinn saman í bili,
en þegar Jóhann Höskuldur var upp vaxinn, komst hann í
hið fyrra horf, enda mun hann hafa líkzt mjög föður sínum
með búhyggju og auðsæld.
Margt manna er komið út af Jóni Höskuldssyni og Ingi-
björgu Einarsdóttur og verður ekki frekar talið hér, en sé
búskaparsaga Merkigils rakin, þá er nafn Jóns Höskulds-
sonar eitt af þeim, sem hæst ber.
Arið 1845 giftist Jón Jónsson, Höskuldssonar, Guðrúnu
Björnsdóttur, ættaðri úr Eyjafirði. Hófu þau búskap á hluta
jarðarinnar, en Jóhann Höskuldur, sem nú var uppkominn,
stóð fyrir búi móður sinnar. Urðu brátt uppgangsár á
10