Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 13
Barinn á Merkigili um 1945, rifinn um 1950. Jóhann Höskuldur byggði
bainn á árunum 1860-1870. „Var þar gestastofa vegleg ... skáli mikill,
þiljaður, baðstofa alþiljuð og herbergi við hana. “
Ljósm.: Páll Jónsson Einkaeign
Merkigili, og færðust umsvifin í svipað horf og verið hafði í
tíð Jóns Höskuldssonar. Nokkrum árum áður en Jón Jóns-
son giftist, hafði hann eignazt dóttur með vinnukonu á
Merkigili, er Helga hét og var Sveinsdóttir, en dóttirin hlaut
nafnið Jóhanna. Kemur hún við sögu síðar.
Tæplega ári fyrr en þau giftu sig, Guðrún og Jón, eignuð-
ust þau sitt fyrsta barn. Var það Steingrímur, sá er þáttur
þessi er helgaður. Onnur börn þeirra hjóna voru þessi: Ingi-
björg, fædd 1845, dáin á öðru ári; Björn, fæddur 1846, dáinn
á fjórða degi; Jón, fæddur 1847.
Ekki urðu sambýlisár þeirra Jóns og Guðrúnar mörg, því
Guðrún andaðist haustið 1848, þremur árum eftir giftingu
þeirra. Var hún þá aðeins 27 ára. Guðrún var fædd á Hálsi í
Eyjafirði, dóttir Björns, síðar bónda í Nesi í Eyjafirði,
11