Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 14
SKAGFIRÐINGABÓK
Björnssonar vinnumanns á Eyrarlandi, Vigfússonar. Móðir
Guðrúnar á Merkigili var Guðrún, þá ógift vinnukona á
Hálsi, Olafsdóttir bónda á Rifkelsstöðum og síðar í Kálfa-
gerði, Magnússonar.
Engin lýsing er til af Guðrúnu á Merkigili, sem dó frá
börnum sínum tveimur aðeins 27 ára gömul, né heldur hvert
var hennar banamein. Hún er þó engin „aukapersóna“ í
þætti þessum, þar sem hún er móðir sjálfrar söguhetjunnar.
Jón bóndi giftist aftur þegar á næsta ári Þorbjörgu Ingj-
aldsdóttur prests á Reynistað. Var Þorbjörg þá 31 árs, en
Jón 36 ára. Lifðu þau saman í hjónabandi um sex ára skeið,
og urðu börn þeirra þessi: Jakobína Þuríður, fædd 1850,
dáin 16 ára; Þorbjörg Guðrún, fædd 1851, dáin 7 ára;
Ingjaldur, fæddur 1853, komst upp og fluttist til Vestur-
heims. Þorbjörg dó árið 1855, um 38 ára að aldri. Hún var
sögð greind kona og skrifari einn hinn bezti á sinni tíð.
Jón hélt búskapnum áfram með börnum sínum. Var Jó-
hanna dóttir hans innan stokks, þá um tvítugt, þegar hér var
komið sögu, en Steingrímur 11 ára.
Nú líða 11 ár, og enn hefur dauðinn vitjað fjölskyldunnar
á Merkigili með stuttu millibili. Þorbjörg deyr 1858, 7 ára
gömul, næstur kveður Jón lífið 1864, 17 ára gamall, og
Jakobína lézt 1866, 16 ára, þá í fóstri á Anastöðum í Svartár-
dal. Af sjö hjónabandsbörnum Jóns Jónssonar lifa nú aðeins
tvö eftir: af fyrra hjónabandi Steingrímur, af því síðara
yngsta barnið, Ingjaldur. Má með sanni segja, að Jón bóndi
Jónsson hafi ekki farið varhluta af ástvinamissi. Vel getur
manni dottið í hug, að þarna hafi berklarnir verið að verki,
þegar fólkið deyr á sóttarsæng 16, 17, 27 og 38 ára, en bana-
mein stúlkunnar, sem dó 7 ára, er talið mislingar.
Svo var það vorið 1866, að Jón bóndi þurfti að skreppa
ofan í sveit. Segir ekki af ferðum hans fyrr en á heimleið, að
hann lagðist veikur á Keldulandi og dó þar 16. júní, 53 ára.
Kom það í hlut Steingríms, sem nú var orðinn rúmlega tví-
12