Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 15
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
tugur, að koma líki föður síns heim í Merkigil. Jóni á
Merkigili er svo lýst, að hann hafi verið fríður maður sem
móðir hans, ljós yfirlitum, í hærra lagi á vöxt, en eigi þrek-
inn, öllum geðþekkur. Dánarbú hans varð þrotabú.
A Merkigili
STEINGRÍMUR Jónsson var fæddur 29. nóvember 1844 á
Merkigili. Fátt er hægt að segja um bernskuár hans. Fjög-
urra ára missir hann móður sína, og hefur þá Þorbjörg
stjúpa hans gengið honum í móður stað næstu árin. Ekki má
heldur gleyma, að á bænum er einnig Ingibjörg amma hans,
að vísu nokkuð við aldur, en að líkindum heilsugóð. Hún
var sögð kona „geðgóð og vel innrætt og reyndi jafnan að
færa til betri vegar, það sem miður fór í samskiptum
manna.“
Arið 1860 er Steingrímur í hópi fermingarbarna séra
Snorra Norðfjörð í Goðdölum. Vitnisburður hans er á
þessa leið: „Les vel; kann og skilur sæmilega; er siðsamur.“
Ætla má, að Steingrímur hafi ekki verið gamall, er hann fór
að snúast við kindur og sitja yfir kvíaám. Vitað er, að kom-
inn undir tvítugt var hann smali á Miðhúsum, en þar var
haft í seli á þeim árum og lengi síðar. Hann sat þar yfir
ásamt Ingjaldi bróður sínum, sem var níu árum yngri. Þá
var Símon Dalaskáld smali á Ábæ, og voru smalarnir stund-
um saman, þótt ærnar væru það ekki. Þetta varð Símoni að
yrkisefni, og ekki mátti gleyma hundunum:
Jökull, Strútur, Steingrímur,
strákurinn hann Ingjaldur,
Símon, Brana, sagt er mér,
sitja yfir ánum hér.
Steingrímur hóf sjálfstæðan búskap á hluta Merkigils að
föður sínum látnum, en á hinum hluta jarðarinnar bjó þá
13