Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 18
SKAGFIRÐINGABÓK
staðasókn, sagðist hann eiga heima á Merkigili, en á Stiga-
seli, þegar gjalda átti í Abæjarsókn.
Steingrímur var annálaður göngugarpur. Sagt var, að
hann ætti erfitt með að vera öðru fólki samferða í köldu
veðri, því hann hefði þurft miklu meiri gönguhraða en aðrir
til að ganga sér til hita. Það var siður á Merkigili í gamla
daga, að sá yrði gangnastjóri, sem fyrstur yrði upp að vörðu
einni á brúninni suður og upp undan bænum. Létt vannst
Steingrími sigurinn í þeirri keppni. Það var einhvern tíma á
þessum árum, að karl og kona, sem ekki eru nafngreind,
voru á ferð að vetrarlagi einhvers staðar á milli Merki-
gilsbæjar og Miðhúsa. Líklega hefur verið snjóföl á jörð, því
þau gengu í grandaleysi út á hættulegan svellbunka og bár-
ust óðfluga niður að Jökulsárgili. Rétt í sömu svifum bar
Steingrím þar að. Var hann á mannbroddum, eða hafði þá
meðferðis, og tókst með þeirra fulltingi að bjarga fólkinu á
síðustu stundu, áður en það hvarf í gilið, en þá hefði ekki
þurft um sár að binda. - Eg heyrði um þetta rætt á fyrstu
árum mínum hér í dalnum og man vel, hvað Steingrímur var
rómaður fyrir snarræði við mannbjörg þessa.
Það hefur löngum reynt á þolrifin að ná saman fé í Aust-
urdal að hausti og fram eftir vetri, enda landrými ærið og
beitilönd góð. Hafa margir gengið þar vasklega fram, bæði
fyrr og síðar, en fáir eða engir, sem sögur fara af, betur en
Steingrímur. Fór hann stundum aleinn fram á fjöll í vetrar-
leitir, lá úti um nætur, ef því var að skipta, og vílaði ekki
fyrir sér að vaða Fossá með sitt fjallalambið undir hvorri
hendi. Fór hann jafnan úr buxum og brók, þegar hann óð
Fossá, en hana leggur aldrei og er hin versta yfirferðar. Einu
sinni sem oftar þurfti hann að vaða út yfir ána á leið sinni til
byggða. Var frost heldur í harðara lagi, og óð Steingrímur
berlæraður að vanda. Þegar yfir ána kom, tyllti hann sér á
stein til að klæða sig í aftur. Festist hann óðara við steininn,
en reif sig lausan með harðneskju. Varð honum þá litið á
16