Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 19
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
steininn, sem var orðinn nokkuð húðaður í orðsins fyllstu
merkingu.
A þessum tímum sóttu Austdælir verzlun til Akureyrar,
fóru þá gjarnan Nýjabæjarfjall og drógu varninginn á sleð-
um að vetrinum. Hafa þær ferðir reynt mjög á þolrifin, en
tókust þó jafnan stórslysalaust. Einu sinni var Steingrímur
að koma með sleða norðan yfir Nýjabæjarfjall, og voru þeir
þrír saman. Héldu þeir réttri stefnu, en treystu sér ekki til
að rata leiðina niður í Tinnárdal og lágu úti á fjallinu nálægt
dalbotninum. Steingrímur hafði þann háttinn á, sem hann
var vanur, að vefja utan um höfuðið því, sem tiltækt var, og
í þetta sinn var það strigapoki. Þannig lá Steingrímur um
nóttina. Annar ferðafélagi Steingríms var Árni Gíslason,
kallaður „slompur". Hann var drykkfelldur mjög, en þessa
nótt lét hann vínið óhreyft, sem hann hafði þó nóg af í
farangri sínum; taldi víst, að hann sofnaði svefninum langa,
ef hann legði sér það til munns eins og á stóð. Þriðja mann-
inn í ferðinni nefndi Steingrímur Magnús „rauðhaus", og
kann ég ekki nánari skil á honum. Þeir félagar komust svo
niður í Tinnárdal um morguninn og hittu þar fyrir menn,
sem höfðu orðið nokkuð á undan þeim vestur yfir fjallið;
komust með sleða sinn niður í dalinn, en skildu hann eftir
og gengu til bæja. Voru þeir nú að sækja sleðann. Einn
þessara manna mun hafa verið Olafur, sem lengi bjó á
Kúskerpi, var og við þann bæ kenndur, mikill léttleikamað-
ur og göngugarpur. Hann var bróðir Sigríðar, sem Stein-
grímur hugðist ganga af sér í Merkigilinu.
Réttum fjórum árum eftir dauða Jóns, föður Steingríms,
dó Jóhann Höskuldur stórbóndi á Merkigili, bróðir Jóns.
Hann veiktist á ferðalagi eins og Jón og dó í Goðdölum 18.
júní 1870. Enn kom það í hlut Steingríms að koma líkinu
heim. Reiddi hann það fyrir framan sig yfir Hlíðarfjall og
svo heim í Merkigil.
17