Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 21
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
húsvitjunarbók Goðdalaprestakalls frá þessum árum er
hann talinn bústjóri tvö fyrstu árin, þriðja árið er hann kail-
aður ráðsmaður, en hið síðasta vinnumaður. Hefur reyndar
litlu munað, að þau rugluðu saman reitunum, eins og síðar
verður vikið að.
A þessum Abæjarárum hefur Steingrímur vafalaust geng-
ið hvað harðast fram í vetrarleitum á víðáttumiklum afrétt-
arlöndum Austurdals, enda þótt telja megi víst, að hann hafi
verið byrjaður á þeim löngu fyrr. A þessum árum, og löngu
síðar, voru greidd rífleg fundarlaun fyrir fé, sem fannst á
afréttum í vetrarleitum, eða helmingur verðs hinna fundnu
kinda. Gat þetta drýgt nokkuð tekjur duglegra leitarmanna.
Sagt var, að áhugi þeirra, sem eftirleitir stunduðu í Austur-
dal á þessu tímabili, á að eltast við fé annarra manna, hefði
verið mjög takmarkaður, þangað til komið var fram á vetur
og fundarlaun voru greidd. Stundum keyptu leitarmenn
kindur langt að komnar og þurftu þá að sjálfsögðu aðeins að
borga þær hálfu verði. Þannig eignuðust Austdælir stundum
kindur úr Þingeyjarsýslu, og þóttu þær afbragð annarra
kinda.
Einn veturinn, sem Steingrímur var á Abæ, gerðist sá at-
burður, að bæjarlækurinn hvarf með öllu niður í jörðina.
Kom sér þá vel, að stutt var í ána eftir vatni. Þennan sama
vetur á útmánuðum hafði tíð verið góð og Steingrímur
búinn að sleppa gemlingunum. Breyttist þá veðurfar til hins
verra, svo hann taldi rétt að ná þeim aftur í hús. Voru þeir
mjög óþægir að fara inn þetta kvöld, en með harðfengi
hafðist það, og kom hann þeim inn í húsið niður undan
bænum, fjörutíu talsins. Þegar Steingrímur kom til gegninga
morguninn eftir var aðkoman þannig, að allir gemlingarnir
voru drukknaðir í húsinu nema einn. Hafði þá hinn týndi
bæjarlækur óvænt fundið sér farveg inn í húsið með þessum
afleiðingum. Gemlingurinn, sem af komst, hékk kræktur á
garðabandi, og varð það honum til lífs. Steingrímur fór út í
19