Skagfirðingabók - 01.01.1988, Qupperneq 23
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
benda því allar líkur til, að missir gemlinganna hafi orðið
vorið 1878. Þá fellur lausafjártíundin niður í 7 hundruð.
Vorið 1874 tekur Nýjabæ til leiguábúðar Jóhannes Arna-
son frá Ulfá í Eyjafirði, og flyzt þangað til hans faðir hans,
sem þá var roskinn orðinn og hætti búskap á Ulfá sama
vorið, eftir að hann hafði misst konu sína, Guðrúnu Jó-
hannesdóttur. Að Nýjabæ flyzt einnig með föður sínum
Efemía Kristín, þá 16 ára. Þess má geta, að Jóhannes frá
Ulfá, sem nú gerðist bóndi á Nýjabæ, var tengdasonur Jóns
Jóhannessonar, þess sem næstur bjó þar á undan honum, og
hefur vafalaust verið orðinn heimilisfastur, áður en hann
hóf þar sjálfstæðan búskap.
Arin, sem Steingrímur var á Abæ, var Efemía Kristín ým-
ist til heimilis á Nýjabæ eða Abæ og þá vinnukona þar.
Höfðu þau Steingrímur því gott tækifæri til að kynnast. Því
er það, þegar Steingrímur vendir sínu kvæði í kross og flyt-
ur alfarinn úr Austurdal vorið 1879 að Ytri-Kotum, að
Kristín, en svo var hún jafnan nefnd, fer með honum og
verður ráðskona til að byrja með. Jörðina tók Steingrímur
til leiguábúðar og bjó þar þrjú ár.
A Ytri-Kotum
FÁTT EITT verður sagt frá búskap Steingríms á Kotum, enda
hreppsbók Akrahrepps frá þeim árum týnd, illu heilli. Ann-
að árið þeirra Steingríms og Kristínar þar kemur hinn ill-
ræmdi frostavetur 1880-81. Ekki mun Steingrímur hafa orð-
ið fyrir stórum áföllum vegna harðindanna, enda átti hann
nokkurt hey fram á Abæ eða Nýjabæ, en þá var síðasti
ábúandinn fluttur þaðan. Það mun hafa verið einhvern tíma
á útmánuðum þennan vetur, að einhvern hlákublota gerði,
og ákvað þá Steingrímur að reka fé sitt þangað frameftir.
Meðal þess fjár, sem hann rak, voru hrútar, sem sjálfsagt
21