Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 26
SKAGFIRÐINGABÓK
að því leyti svipað til bónda síns, þótt um margt væru þau
ólík.
Það einkenndi Kristínu, hversu hneigð hún var fyrir
veiðiskap. A Silfrastöðum hefur löngum verið veiddur sil-
ungur í Norðurá og í gamla daga með fyrirdrætti. Var
Kristín hin mesta hamhleypa við fyrirdráttinn og vílaði ekki
fyrir sér að sundríða, ef svo bar undir. Ekki er þess getið, að
Kristín gengi í önnur hefðbundin karlmannsverk á þessum
árum, enda húsmóðurstörfin ærin á mannmörgu heimili.
Kirkjubygging og afréttarsala
KlRKJAN á Silfrastöðum var bændakirkja, og nú sem Stein-
grímur var orðinn sjálfseignarbóndi þar, hvíldi á honum sú
skylda að hafa kirkjuna í sómasamlegu lagi, en hún var orð-
in gömul, er hér var komið sögu. Virðist sem komið hafi frá
söfnuði, fremur en yfirvöldum, allmikill þrýstingur á Stein-
grím bónda að byggja nýja kirkju úr timbri. Eru sagnir um,
að raunar hafi þessi þrýstingur komið frá einu heimili í
sókninni og hafi tilgangurinn verið að hrekja Steingrím
burtu af jörðinni og koma öðrum þar að. Athyglisvert er, að
lítið er að gömlu kirkjunni fundið við síðustu skoðanir
prófastsins, séra Zophóníasar Halldórssonar. Helzt er það
til fundið, að „suðurveggur kirkjunnar er mjög hrörlegur og
veðurjetinn og þak á suðurhlið nokkuð sólbrunnið." Hins
vegar er tekið fram, að norðurveggur og þak sé vel brúklegt.
Næstu árin er svo sagt, að kirkjan sé í sama ástandi og áður,
og alltaf er hún talin í góðri hirðu. Ekki var langt um liðið
frá því að Steingrímur hafði gert hin miklu jarðakaup og þá
komizt í talsverðar skuldir. Hann hefur því ekki verið vel
undir það búinn að ráðast í byggingu nýrrar kirkju og ekki
að undra, þótt hann þráaðist nokkuð við, einkum þar sem
kirkjan gamla var í brúklegu ástandi talin, þegar prófastur
vísiteraði.
24