Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 27
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
Þegar Steingrímur sá sér ekki annað fært en verða við
kröfu sóknarmanna um nýja kirkju, brá hann á það ráð, sem
honum mun þó ekki hafa verið ljúft, að selja undan heima-
jörðinni afréttina ásamt Hálfdánartungum og Krókárgerði.
Um þetta segir hann í bréfi til Stefáns á Höskuldsstöðum
22. febrúar1923:
Jeg sje mest eftir því að jeg [setti ekki] í kaupsamning-
inn þegar jeg seldi Silfrastaðaafrétt, að jeg þyrfti enga
fyrirstöðu að borga, því það gat ég vel. Stefán kennari
á Möðruvöllum var nærri búinn að kaupa hana að
mjer, en þá var sótt fast á af hreppsbúum, nafni þinn
veit kannski eitthvað til þess um þetta. Stefán hefði
gefið mjer þrjú þúsund, þó ljet jeg hana á tuttugu og
fimm hundruð.
Þarna hefur skollið hurð nærri hælum, að Silfrastaðaafrétt
lenti í eigu utanhéraðsmanna, og er varla hægt að hugsa þá
hugsun til enda, hvaða afleiðingar það hefði getað haft fyrir
íbúa Akrahrepps. Það var árið 1895, sem Steingrímur seldi
Silfrastaðaafrétt Upprekstrarfélagi Akrahrepps, og fljótlega
eftir það hófst hann handa við byggingu nýrrar kirkju.
Steingrímur ræður til sín höfuðsmið héraðsins og frænda,
Þorstein Sigurðsson, þá búsettan á Sauðárkróki. Móðir Þor-
steins var Lilja, dóttir Jóns Höskuldssonar á Merkigili.
Voru þeir því systkinasynir, Þorsteinn og Steingrímur. Þor-
steinn lærði smíðar á unga aldri og fór utan til að fullnuma
sig. Byggði hann kirkjur bæði í Skagafjarðar- og Húna-
vatnssýslu, svo og önnur hús, brýr o.fl.
Sumarið 1896 kemur svo Zophónías prófastur og vígir
hina nýbyggðu kirkju, en þó er byggingunni ekki að fullu
lokið, „enn er eftir að ljúka við turninn og klæða forkirkj-
una að innan.“ Nokkuð dróst það fyrir Steingrími að ganga
frá turni og forkirkju, því að við kirkjuskoðanir næstu árin
er jafnan skorað á hann að fullgera kirkjuna. Stendur enn
25