Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 29
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
stöðum. Steingrímur var maður hygginn og endurbyggði
kirkjuna, en nú sem baðstofu. Var þessi kirkjubaðstofa svo í
notkun allt þar til nýtt íbúðarhús var byggt á Silfrastöðum
árið 1951. En sögu gömlu kirkjunnar á Silfrastöðum var ekki
lokið, því þegar kirkjubaðstofan var tekin niður, voru viðir
hennar fluttir til Reykjavíkur og byggð af þeim kirkja sú,
sem nú heitir Arbæjarkirkja og þykir eitt af merkilegustu
guðshúsum á Islandi. Það er því við hæfi að láta fylgja hér
með skoðunargerð frá því, er prófastur skoðaði kirkjuna
ásamt kirkjugarði 25. júní 1889. Þetta er að vísu ekki síðasta
vísitazía á þessari kirkju, en lýsingin fyllri en í þeim, sem á
eftir fara, enda gjarnan vitnað í þessa:
Árið 1889 hinn 25. júní var hinn setti prófastur í
Skagafjarðarsýslu til staðar á Silfrastöðum til að skoða
þar kirkjuna, áhöld hennar, kirkjugarðinn og einnig að
taka reikning fyrir næstliðið fardagaár. Kirkjan er
gömul torfkirkja, hún er þokkaleg og alþiljuð innan,
með hæfilega stórum 6 rúðu gluggum á stafninum
beggja megin við altarið og litlum 2 rúðu glugga á
þilinu hátt yfir altarinu, en á hinum þilstafninum eru
tveir 4 rúðu gluggar litlir, sinn hvoru megin við dyrn-
ar. Yfir prjedikunarstólnum er lítill 4 rúðu gluggi.
Kirkjan er lítil, enda er sóknin einnig lítil. Ornamenta
og instrumenta hennar eru: Altaristafla með Krist á
krossinum, lítil lagleg tafla. 2 messingljósastjakar og
járnljósasöx, altarisklæði, altarisdúkur, rikkilín og
hökull, allt laglegt, eikarmálað nýlegt og laglegt altari,
6 armaður, fornfálegur ljósahjálmur, hangandi í snæri
fram við kórdyr. I bókum á kirkjan 3 messusöngsbæk-
ur frá 1871, sem eru hreinlegar og þó trosnaðar í bandi
fyrir ljelega meðferð, handbók presta í laglegu standi
frá 1869, 2 gömul nýjatestamenti, annað frá 1807, hitt
titilblaðslaust, gömul rifin biflía, defect, og barnalær-
27