Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
dómsbók gömul frá 1825. Enn fremur kaleik og pat-
ínu, eigi ólaglegt, en ekkert vínílát. I graftólum á kirkj-
an 3 trjerekur og 1 járnskóflu, járnkarl og pálgarm.
Enn fremur er til skírnarfat úr tini, laglegt.
Suðurveggur kirkjunnar er mjög hrörlegur og veð-
urjetinn, þak á suðurhlið nokkuð sólbrunnið, en norð-
urveggur og þak á norðurhlið er vel brúklegt.
Kirkjugarðurinn er víða nýbyggður og vel stæðileg-
ur. I suðvesturhorni er hlið, sem prófasturinn álítur
óþarft, þar eð stórt hlið með klukknaporti, eigi gömlu
nje óstæðilegu, og 2 brúklegum klukkum í, hljóðgóð-
um eptir stærðinni, er á garðinum beint fram undan
kirkjudyrum, og kveðst jarðarábúandinn fús að hlaða
upp í fyrrnefnt hlið, svo að garðurinn verði tilhlýði-
lega friðaður með því sem vera ber.
Grafreiturinn er orðinn langt of lítill, svo að eigi er
hægt að grafa lík í honum, nema með því að brjóta
upp bein hinna framliðnu, sem prófasturinn álítur með
öllu ótilhlýðilegt, hvar sem er. En hjer er nær ómögu-
legt að stækka garðinn, nema ef vera kynni lítið á einn
kant. Þó verður að hafa hugfast að bæta úr þessu, sem
má takast, með því að byggja nýja kirkju utan kirkju-
garðsins, og er vonandi, að sá tími sje eigi langt í
burtu.
Reikningur Silfrastaðakirkju fardagaár 1888—89
Tekjur: Kr. a.
1. Sjóður í fardögum 1777.33
2. Tíund af fasteign, 42.7 álnir á 45.5 eyri 19.43
3. Tíund af lausafje, 19.68 álnir á 45.5 eyri 8.96
4. Ljóstollar 14, 56 pund tólgar á 30 aura 16.80
5. Legkaup ekkert 0.00
Tekjur alls: 1822.52
28