Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 32
SKAGFIRÐINGABÓK
í hríðarveðri harðfengur
hímir yfir uxum.
Silfrastaða-Steingrímur
stendur á tíu buxum.
Vísan er álitin eftir Símon Dalaskáld. Hann var í hús-
mennsku á Silfrastöðum á árunum 1884-87, og má telja lík-
legt, að vísan hafi verið ort á þeim árum. Hún þykir stað-
festa, að Steingrímur væri nokkuð harðbýll við skepnur sín-
ar, svo sem var Jón afi hans, því að varla hefur getað talizt
beitarveður, þegar hann þurfti að búa sig svo mjög, enda
þótt nokkuð sé dregið frá fyrir ýkjum. Hann mun hafa
treyst mjög á beitina, oft sett illa á og orðið hált á því stund-
um, en slíkt var þó ekkert einsdæmi á þeim tímum. Þess ber
og að geta, að Silfrastaðir er ein frægasta jörð sýslunnar
fyrir vetrarbeit, líklega sú allra frægasta.
Þegar á fyrsta ári Steingríms á Silfrastöðum virðist bú-
skapurinn orðinn nokkuð stór í sniðum, því þá hefur hann
þrjá vinnumenn og þrjár vinnukonur, en alls er 12 manns í
heimili. Um áramót 1885-86 eru enn þrír vinnumenn, en
vinnukonur tvær og alls 13 í heimili. Þá var þar húsmaður
Símon Dalaskáld, ásamt Margréti konu sinni og Friðfríði
dóttur þeirra. Mjög var víst hjónaband þeirra farið að kólna
þá, enda skildu þau skömmu síðar. Það var um þetta leyti,
sem Símon orti um konu sína:
Greitt um foldu fer á Molda sínum.
Meður víða magarauf
Margrét ríður upp í Klauf.
Arið 1888 hefur Steingrímur fjórar vinnukonur og fjóra
vinnumenn, og þá eru alls 19 manns heimilisfastir á Silfra-
stöðum. Er lítill vafi á því, að Steingrímur hefur strax verið
með stórbú, nægir þar að líta á hinn mikla vinnukraft á
bænum. Sem fyrr segir vantar hreppsbók um þetta árabil og
30