Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 33
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
því ekki hægt að sjá, hver skepnueignin var, en þegar aftur
er hægt að skoða lausafjártíund Steingríms, þá er hún með
því hæsta, sem gerist í Skagafirði á þeim tíma. Fardagaárið
1893—94 tíundar hann 30,5 hundruð lausafjár og hélzt það
svipað næstu árin.1
Það er svo nálægt aldamótum, að mikið mótlæti dynur á
þeim Silfrastaðahjónum. Sjónin fer að daprast hjá Stein-
grími, sem endar með því að hann verður alveg blindur. Um
sama leyti missir Kristín heilsuna og verður fljótlega rúm-
föst. Hún lætur af ljósmóðurembætti árið 1903, en þá voru
liðin 10 ár frá því hún tók við því starfi. Kristín fékk lömun
í neðri hluta líkamans og gat ekki í fætur stigið síðan. Það
var almannaskýring, að lömun Kristínar ætti rætur að rekja
til kulda og vosbúðar við fyrirdráttinn. I sama máta þóttust
menn vita hvers vegna Steingrímur missti sjónina svo
snemma. Það var vegna þess að hann var svo þrifinn, að
hann blotnaði mun sjaldnar í fætur en aðrir menn. Ovíst er,
hvernig þessar kenningar falla að þeirri læknisfræði, sem nú
er í tízku.
Ekki mun hafa hvarflað að þeim hjónum að hætta bú-
skap, þrátt fyrir þessi miklu áföll, enda fárra kosta völ fyrir
heilsulaust fólk í þá daga. Kristín stjórnaði bæjarverkunum
eftir sem áður, en búskapurinn dróst verulega saman, og um
aldamótin var lausafjártíundin komin niður í 20 hundruð.
Líklegt er, að það hafi verið um þetta leyti, sem Steingrímur
ætlaði að hressa upp á fjárbú sitt og hafa mikið lambalíf.
Setti hann því á 100 lömb eitt haustið, en um vorið var
aðeins eitt þeirra lifandi. Þetta vor komu ferðamenn í Silfra-
staði einu sinni sem oftar. Spurði Steingrímur þá, hvort þeir
hefðu séð gemling frammi í fjallinu, og kváðu þeir svo vera.
1 í einu lausafjárhundraði töldust sex ær loðnar og lembdar, eða ein kýr í
gildu standi. Væri um að ræða geldfé, gemlinga eða gamalær þurfti mun
fleiri skepnur til að fylla hundraðið.
31