Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 35
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
Kristín húsfreyja lézt 5. marz 1907 eftir að hafa legið
nokkur ár rúmföst. Ekki er nú vitað, hvort lömunarsjúk-
dómurinn dró hana til dauða eða öðrum sló að. I kirkjubók
er banamein hennar talið mænutæring, og það er athyglis-
vert, að strax á næsta ári deyr önnur kona á Silfrastöðum úr
sama sjúkdómi, samkvæmt kirkjubók.
Steingrímur bjó áfram eins og ekkert hefði í skorizt og
hélt ráðskonur. Virðist efnahagur fara batnandi næstu árin,
og þó að Steingrímur sé enn talinn fyrir búinu, er Jóhannes
sonur hans brátt uppkominn, og búskapurinn hvílir mjög á
hans herðum. Bjuggu þeir feðgar félagsbúi um langt skeið,
þó með aðskilda skepnueign.
Arið 1915 verður sú breyting á, að Steingrímur hættir að
teljast fyrir búinu, en Jóhannes tekur við. Er hann þá kom-
inn með heitmey sér við hlið, sem brátt verður kona hans.
Var það Jóhanna Jóhannsdóttir frá Lýtingsstöðum. Jóhann
Lárus Jónsson bóndi á Lýtingsstöðum var sonur Lilju Jóns-
dóttur, Höskuldssonar á Merkigili. Voru þau hjón því þre-
menningar í föðurættir. Þar að auki voru mæður þeirra syst-
ur, því móðir Jóhönnu var Dýrleif Árnadóttir frá Ulfá.
Steingrímur hélt áfram að fylgjast með búskapnum af
brennandi áhuga. Var sem hann hefði auga á hverjum fingri,
þótt blindur væri. Tók hann í sinn verkahring að sjá um
reiðskap allan, og skorti þá hvorki fyrirhyggju né hirðu-
semi.
Steingrímur reyndi í lengstu lög að leyna því, er sjón hans
fór að daprast, og fátt var honum verr gert en að vorkenna
honum að vera blindur. Þó heyrðist hann oft á þeim árum
raula þessa vísu fyrir munni sér:
Hugarstríð vill herða að mér,
hlöðnum kvíða og þrautum.
Mvrkur níða eintómt er
á framtíðar brautum.
33