Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 40
SKAGFIRÐINGABÓK
ræður undir borðum. Getur svo borið við enn þann dag í
dag, að kirkjugestir heiðri minningu Steingríms og annarra
góðra manna með trúarlegum umræðum, því að enn er gefið
kirkjukaffi á Silfrastöðum.
Einhverju sinni, þegar séra Björn bauð Steingrími gleði-
legt ár, brást hann illa við og sagði: „Þú sagðir þetta líka í
fyrra, og ég hef aldrei lifað bölvaðra ár.“ Oðru sinni átti
Steingrímur í orðakasti við konu eina. Gerðist hann nokkuð
orðljótur, svo að konan segir: „Guð hjálpi þér, maður, að
tala svona.“ Steingrímur svarar að bragði: „Jesús hjálpi þér,
og hafðu það. Ekki er það betra nema helmingi verra.“
Steingrímur var þjófhræddur og grunaði menn oft um
græsku, ef hann vantaði af fjalli, sem oft vill verða. Eitt sinn
kærði hann mann út af sauðajivarfi og leiddi það til réttar-
halds. Maður þessi þrætti fyrir þjófnaðinn, og vildi sýslu-
maður láta hann staðfesta með eiði. Steingrímur var því
mjög mótfallinn og taldi, að menn hikuðu ekki við að sverja
rangan eið, þegar í skömmina væri komið, sagðist segja fyrir
sig, að sér væri sama þó hann væri að sverja allan daginn.
Steingrímur lét oft skrifa fyrir sig sendibréf, eftir að hann
varð blindur, og eru varðveitt allmörg bréf frá honum til
Stefáns á Höskuldsstöðum, sem hann virðist hafa talið til
sinna beztu vina. Ekki líkaði honum samt allt vel hjá Stef-
áni, enda var Stefán í hreppsnefnd og fjallskilastjóri, og
Steingrímur gagnrýninn á störf slíkra manna. Sagði hann því
þessum ágæta vini sínum stundum óspart til syndanna.
Hann fylgdi því mjög fast eftir, að bréfin væru skrifuð orð-
rétt eins og hann las þau fyrir. Oft var það, að hann hafði
gleymt einhverju, og lét hann þá bæta því við fyrir neðan
nafnið sitt. Yfirleitt voru þessar eftirskriftir lýtalausar, en þó
gat út af brugðið. Það mun hafa verið meðan hann enn
hafði sjónina, að hann var að skrifa lýsingu á hrossi, sem
hann vantaði. Þegar hann hafði lýst þeim einkennum, sem
38