Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 41
STEINGRIMUR A SILFRASTOÐUM
hann mundi, þá setur hann nafn sitt undir. Bréfinu lauk
þannig:
Steingrímur Jónsson
með mikið fax.
Það var einu sinni, að hryssa fannst dauð á Silfrastöðum,
sem Jóhannes átti. Hafði hún lagzt afvelta. Jóhannes sagði
pabba sínum frá þessu og talaði jafnframt um, hvað það
væri leiðinlegt, þegar lífið kveldist svona úr skepnunum. Þá
sagði Steingrímur: „Prúttaðu ekkert, þú átt undan henni.“
Stundum í ellinni rifjaði Steingrímur upp atburði frá sín-
um yngri árum í Austurdal. Þegar hann sagði frá því, er
hann ásamt ferðafélögum lá úti á Nýjabæjarfjalli í stórhríð-
inni, þá minntist hann ekkert á kulda, en tók fram, að sér
hefði ekkert verið heitt um nóttina.
Þegar Steingrímur minntist þess, að báðir dóu á ferðalagi
bræðurnir, Jón faðir hans og Jóhann Höskuldur, og þá
fyrirhöfn, sem hann hafði af þessu. Þá komst hann svo að
orði: „Ég mátti drasla þeim báðum heim.“ Annars var
Steingrímur ekkert banginn við líkflutninga, eins og eftirfar-
andi saga sýnir:
Maður nokkur dó á Kjálkanum, og líkkista var fengin og
flutt þangað frameftir. Eftir kistulagningu var hún síðan
flutt út að Silfrastöðum, þar sem jarðsett var, allt samkvæmt
venju þeirra tíma. Þetta fannst Steingrími óþarfa umstang að
fara með kistuna frameftir til þess eins að flytja líkið í henni
til baka. Sagðist hann einu sinni hafa flutt karl framan af
Norðurárdal til greftrunar á Silfrastöðum og ekkert farið
með kistuna frameftir. „Ég bar hann í poka, en dró hann þó
meir.“
Kona ein kom í Silfrastaði og spurði eftir Jóhannesi, sem
þá var nýbúinn að missa konu sína, og stóð hún enn uppi.
39