Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 42
SKAGFIRÐINGABÓK
Steingrímur varð fyrir svörum og sagði, að hann væri alltaf
yfir skrokknum, en hefði nú ekki mikið upp úr því.
Hjónaband þeirra Kristínar og Steingríms var gott, eftir
því sem bezt verður vitað. Einu sinni var Steingrímur
spurður, hvort honum hefði ekki þótt ósköp vænt um
Kristínu. „Það var nú varla hægt annað. Hún dró fyrir eins
og karlmaður og var svo helvíti klók að ná í silungana.“
Aður er sagt frá Kristínu Guðmundsdóttur á Abæ, sem
Steingrímur var ýmist ráðsmaður hjá eða hún ráðskona hjá
honum. Steingrímur sagði frá því á gamals aldri, að hann
hefði verið að hugsa um að giftast henni, „en þá fór hún að
tina það helvíti, að ég hætti við það.“
Einu sinni, þegar Steingrímur sendi mann í ækisferð til
Sauðárkróks, vildi það óhapp til, að ísinn brast undan hesti
og sleða, og fór hvort tveggja, ásamt manni, í vökina. Þetta
mun hafa verið á sjálfum Héraðsvötnum. Þeir voru fleiri
saman í ækisferðinni, og svo giftusamlega tókst til, að allt
bjargaðist úr vökinni, maður, hestur og sleði. Steingrímur
hafði lánað manni sínum vasahníf til ferðarinnar, og gæti
hann vel hafa verið notaður við að losa hest frá sleða við
hinar erfiðu aðstæður, en auðvitað var ekki hægt að ná hest-
inum upp með sleðann í eftirdragi. Svo þegar maðurinn
kemur heim og segir fréttirnar, þá dásömuðu allir þá guðs
mildi, að allt skyldi bjargast, maður og hestur og meira að
segja sleðinn. Steingrímur lagði ekkert til málanna, eins og
þetta væri honum óviðkomandi, þangað til hann spyr held-
ur hranalega: „En komst þú með hnífinn?“
Silfrastaðakirkja átti rekaítök úti á Skaga. Mun nokkuð
hafa verið upp úr þessu að hafa, ef vel tókst til, en bæði var,
að ágreiningur var um þessi ítök að hluta til, og einnig kom
fyrir, að reka tæki út af Silfrastaðafjöru og ræki á annarra
fjörur. Þetta leiddi til þess, að Steingrímur taldi, að þarna
ytra væri stolið af sér reka. Ur þessu var mikil rekistefna.
Var hinn kunni málagarpur Jón hreppstjóri á Hafsteinsstöð-
40