Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 43
STEINGRÍMUR Á SILFRASTÖÐUM
um fyrir hönd Steingríms í málinu, og komst það í hendur
sýslumanns, sem þá var Kristján Linnet. Eitthvað virðist
sýslumaður hafa farið sér hægt, því að Steingrímur taldi
ástæðu til að senda honum bréf. I þetta sinn var ritarinn
Frímann Jónasson frá Fremri-Kotum, síðar skólastjóri í
Kópavogi o.v. Ekki mátti bréfritari breyta stafkrók frá því,
sem Steingrímur las fyrir, fremur en aðrir skrifarar hans.
Ataldi Steingrímur sýslumann harðlega fyrir slælega fram-
göngu í þjófnaðarmálinu og undirskriftin var:
Með lítilli virðingu
Steingrímur Jónsson
Eitt sinn, er þjóðskáldið Einar Benediktsson fór landleið-
ina frá Húsavík til Reykjavíkur, lét hann svo um mælt, að í
ferðinni hefði hann hitt einn Islending. Maður sá var Stein-
grímur Jónsson á Silfrastöðum.
Heimildir
Prentud rit:
Konan í dalnum og dæturnar sjö eftir Guðmund G. Hagalín,
Ljósmadur á Islandi,
Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu,
Ef hátt lét í Straumnið Héraðsvatna eftir Olínu Jónasdóttur,
I Ijósi minninganna eftir Sigríði Björnsdóttur,
Skagfirzkar æviskrár 1890-1910;
Sagnaþættir, III. bindi Ritsafns Stefáns Jónssonar,
Ur fórum Stefáns Vagnssonar.
Óprentaðar heimildir:
Húsvitjunar- og prestsþjónustubækur Goðdala- og Miklabæjarpresta-
kalla og Hóla í Eyjafirði;
hreppsbækur Akrahrepps; veðmálabækur Skagafjarðarsýslu;
kirkjubók Silfrastaðakirkju (kirkjuskoðanir og reikningar);
bréf
41