Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 45
HÁKARLAVEIÐI OG VETRARLEGUR
Á SKAGAFIRÐI 1880-1890
EFTIR FRÁSÖGN SVEINS MAGNÚSSONAR FRÁ KETU
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON frá Ási skráði
Sveinn Magnússon, er hér segir frá, var fæddur á Skuggabjörgum í Deild-
ardal 7. janúar 1866 og ólst þar upp hjá fósturforeldrum til fermingarald-
urs. Var síðan í vinnumennsku næstu árin . . aðallega á Höfðaströnd
og í Sléttuhlíð, og sótti mjög sjó á þeim árum.“
Sveinn kvæntist 1889 Sigurlaugu Guðvarðardóttur frá Krákustöðum í
Hrolleifsdal. Þau voru í húsmennsku nokkur ár þar um slóðir, en fluttust
árið 1894 yfir á Skaga og bjuggu þar til 1919, lengst á Ketu. Þá brugðu þau
búi og fluttust til Sauðárkróks og áttu heima þar síðan. Á Króknum
stundaði Sveinn sjóinn, en hafði ætíð nokkrar kindur í húsi, svo sem
algengt var á þeim árum. Hann lézt 1947.
Guðmundar Ólafssonar í Ási, er skráði eftir Sveini, er áður getið í
Skagfirðingabók. Hann er höfundur þáttar í síðasta hefti, bls. 142-154.
Þáttur sá, er hér birtist, er úr sömu syrpu.
Síra Pétur Guðmundsson þjónaði í Grímsey alla sína preststíð, frá 1868
til þess er hann fékk lausn frá embætti 1895. Hann var fæddur á Hellu-
landi 1832, næstyngstur systkina sinna, Sigurður málari var yngri. Pétur
var kunnur fræðimaður, skrifaði m. a. Annál 19. aldar. Er viðbúið, að
Pétur hafi innt sjómenn glöggra frétta, er þeir heimsóttu Grímsey, hvort
heldur væru í nauðum eða annarra orsaka vegna. Og hann fylgdist ekki
bara með lofthita, hann mældi sjávarhita einnig hvern dag er við varð
komið, og hafði þá gert um nokkur ár (Norðurljósið 29. apríl 1887). Var
slíkt einsdæmi og þótti eftirbreytnivert, ekki sízt ef af þeim mælingum
mætti lesa, hvort líkur væru á hafís. Hefir sjómönnum efalítið þótt fengur
að þessum athugunum, þótt landsstjórnin léti sér fátt um finnast.
Stúlka sú hin unga, er Sveinn hitti á hlaði í Miðgörðum og komst síðar
43