Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 46
SKAGFIRÐINGABÓK
að raun um, að væri kona Péturs, hét Solveig Björnsdóttir, prests á Torfa-
stöðum í Biskupstungum o. v., Jónssonar. Hún var fædd 1838 og nýlega
orðin 49 ára þegar Sveinn hitti hana á Miðgarðahlaði.
Oveðrið, er Sveinn segir frá í næstsíðustu sögu sinni, var sjómönnum
lengi í minni; jafnan kallað sumarmálagarðurinn mikli. „Föstudaginn
fyrstan í sumri var ógurleg grimmdarharka, og stórhríð úti á hafi. Urðu
því hákarlaskip þau, sem þá voru úti, að hleypa til lands, og komust flest
nauðulega undan, mörg skemmdust og sum rak á land og braut. Sum
voru að því komin að sökkva, áður en þau náðu landi, sökum klakans er
á þau hlóðst, og segl urðu ekki notuð, enda meira og minna rifin á
flestum." Svo segir í Nordurljósinu, sem út kom 17. maí, og er þá lýst
hrakningum norðlenzka flotans. Þótti nánast óskýranleg mildi, að eigi
fórst nema einn maður í þessum garði, sem reyndir sjómenn voru sam-
mála um, að hefði verið sá versti, sem þeir hefðu lent í. Þrjú vestfirzk skip
fórust með allri áhöfn, 24 mönnum. Hafa þau að líkindum verið vestar en
norðanskipin.
Fljótavíkingur var smíðaður af Jóhanni Jónssyni í Höfn í Siglufirði.
Jóhann var kunnur skipasmiður, smíðaði a. m. k. fimm önnur skip, auk
þess sem hann „endursmíðaði og stækkaði fjölda annarra skipa . . .“
(Skútuöldin, 1. útg., I, 462). Víkingur var „lítið skip, en farsælt. Skipstjóri
var um langt skeið Jóhannes Finnbogason, bóndi á Heiði í Sléttuhlíð,
faðir Jóns fiskimatsmanns á Siglufirði. Jóhannes keypti og þriðjung
skipsins nokkru eftir að hann tók að stjórna því. Þegar Víkingur var
fúinn orðinn og naumast sjófær lengur, smíðaði Jóhann í Höfn hann upp
að nýju og stækkaði nokkuð. Var hann eftir það sem annað skip og entist
lengi. Komst hann í eigu Gránufélagsins og var gerður út frá Siglufirði
um fjölda ára. Síðast voru rifnar úr honum siglur og þilfar, en skrokkur-
inn notaður sem uppskipunarfleyta. Loks var ræfillinn af Víkingi að
flækjast við bryggjurnar á Siglufirði, engum að gagni, en ýmsum til ama.
Var hann tekinn burtu fyrir nokkrum árum og sökkt á afviknum stað.“
(Skútuöldin, 1. útg., I, 424—425).
G.M.
Fyrsti róðurinn
ÁRIÐ 1886 var ég á sautjánda árinu’, átti heima á Arnarstöð-
um í Sléttuhlíð. Byrjaði ég þá að róa í hákarl á vetrarskipi
1 Hér misminnir Svein, hann stóð þarna á tvítugu.
44