Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 47
HÁKARLAVEIÐI OG VETRARLEGUR
sem hét Hákarl, eign Guðmundar Jónssonar hreppstjóra og
sýslunefndarmanns á Yztahóli í Sléttuhlíð. Formaður var
Sölvi Sigurðsson, þá bóndi á hálfum Yztahóli, síðar bóndi í
Lónkoti. Róið var úr Mýrnavík. Við vorum níu á skipinu,
sem var stærðar sexæringur; lifrarkassinn tók 51 tunnu.
Fyrsti túrinn mun hafa verið farinn seint á þorra. Róið
var um þrjár mílur, á svonefndan Hól, lagzt þar og legið
flóð og fjöru, en ekki vart við hákarl. Var þá leyst og róið
norður á Vaðhyrninga, sem er þegar Gjögratá austan við
Eyjafjörð sést fram undan Siglunesnúpnum, sem mun vera
um sex mílur vestur af Siglufirði; þar var lagzt og legið
tæpan sólarhring, og fengust tólf hákarlar. Þá rauk upp með
landsunnan rok. Við sigldum upp og náðum Breiðuvík, sem
er rétt vestan við Siglufjarðarstráka. Þar var lagzt því ekkert
viðlit var að slaga inn Siglufjörð fyrir roki. Eftir nokkra
tíma dró heldur úr veðrinu. Var þá lagt af stað og slagað inn
á Siglufjarðarpoll. Vorum við þá strax sóttir úr landi og
fengum góðar viðtökur þar í kotunum. Þá voru ekki nema
þrjú timburhús á Siglufirði. Þar lágum við rúman sólar-
hring, þá gekk í landnorðan storm. Sigldum við þá heim í
Mýrnavík, en vorum þá almennt taldir af. Kona Guðmund-
ar hreppstjóra var lögzt í rúmið, því sonur þeirra hjóna,
Guðmundur Anton, síðar sýslunefndarmaður og bóndi á
Bræðraá, var einn á skipinu, þá ungur maður.
Annar róburinn
SAMI formaður og sömu menn. Róið var úr Mýrnavík vest-
ur í Djúpleir, sem er norðvestur af Djúphaus, á þriðju mílu.
Þar var legið hálfan annan sólarhring. Fengum þar nokkurn
hákarl og um 25 tunnur lifrar. Rauk þá upp norðaustan
stormur með stórsjó. Við náðum ekki okkar lendingu,
Mýrnavík, urðum því að hleypa á Lónkotsmöl. Þar lögð-
45