Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 48
SKAGFIRÐINGABÓK
umst við fyrir framan og hrópuðum í land á hjálp. Komu þá
þrír á bát fram til okkar; var svo á þeim bát skipað upp
hákarlinum, skipið síðan sett með allri lifrinni, því þar var
nóg mannhjálp. Þá var komin líttratandi stórhríð. Flestir
lögðu á stað heim eftir góðar viðtökur og komust við illan
leik. Hákarli og lifur varð ekki skipt fyrr en eftir fimm daga.
Þriðji róðurinn og lokaróður minn þann vetur
ÞÁ VAR róið norður á áðurnefndan Hól. Var þá kominn
norðan stormur og hríðarslitringur. Var nú stjóranum
rennt, en hann festist ekki. Máttum við því draga allt upp
aftur og binda steina við hausinn á akkerinu, þá festist í
botni.
Var nú rennt tveimur vöðum, en ekki varð vart við þann
gráa. Von bráðar var komin stórhríð, svo ekki sá nema á
aðra og þriðju báru, enda náttmyrkur, en formaðurinn ætl-
aði að liggja þarna til morguns.
Var nú legið þarna tímakorn. Fór þá Skúli Arnason frá
Skálá1 að tala um að ekkert vit væri að liggja lengur, þar sem
komin væri stórhríð og enginn hákarl. Fór þá Sölvi að ráð-
um hans og skipaði okkur að draga upp stjórann, en það
gekk erfiðlega; öldurnar gengu aftur um andóf og losnaði
þó ekki úr botni. Var þá stjórafærið sett fast um þóttur, sex
menn fóru aftur í skut og kom þá skipið upp að framan.
Með því móti losnaði úr botni. Sumir drógu nú stjórafærið,
en aðrir fóru að leysa utan af seglunum. Síðan var stórseglið
sett upp tvírifað og stagfokkan einrifuð. Atti nú að taka
Lónkotsmöl aftur, en það fór á aðra leið, því brátt varð að
taka seglin niður og hleypa á reiðanum eitthvað inn á Skaga-
1 Líklega sá, er bjó í Naustum á Höfðaströnd; var einnig í Málmey sbr.
Skagfirzkar aviskrár 1850-1890, I, 11.
46