Skagfirðingabók - 01.01.1988, Qupperneq 49
HÁKARLAVEIÐI OG VETRARLEGUR
fjörð. Hríðin og frostið var svo mikið, að ekki varð ausið,
því allt sem inn kom fraus strax. Sýndi Sölvi þá, hver af-
burða stjórnari hann var, því lítið gaf á. Sýndist þó oft svo,
að margar hinar háreistu öldur mundu falla yfir skipið.
Svona var siglt undan stórhríðinni og veðrinu. Allt í einu er
kallað framá: „Slá undan!“ Vorum við rétt komnir upp í
brotsjói undir Málmeyjarkarlbak að vestan. Var þá stýrt til
djúps og siglt inn. Þegar komið var inn fyrir Þórðarhöfða
fór heldur að draga úr stórhríðinni. Þá fór Sölvi að kveða
gamlar siglingavísur með raust við stýrið. Sölvi ætlaði nú að
taka Hofsós, sigla skipinu upp með Hofsósnöfinni að sunn-
an og upp í sandinn, en það tókst ekki, því þá kom rokhviða
ofan af landinu og hrakti okkur frá. Var drekanum þá kast-
að, þar rerum við öllum árum, en tveir voru frammi í, til að
draga upp drekann, þegar lægði milli hviðanna; þannig
skókumst við upp í sandinn. Þegar féll út, lagðist skipið á
hliðina og lá þar til morguns, en við gengum um gólf á
sandinum.
Þegar hálfbjart var orðið, sendi Sölvi mig upp að
Hvammkoti og Jón Guðvarðarson1 inn að Ártúnum, að fá
mannhjálp til að setja skipið, en þeir sem eftir voru ætluðu
að ná úr því seglfestunni og koma því inn fyrir ána. Voru
þeir langt komnir með það, þegar við komum með fimm
menn til hjálpar. Var nú skipið sett og umbúið. Þá komu
boð frá Ola Havsteen að koma heim og fá kaffi, en svo voru
sjóklæði okkar frosin - sem þá voru belgir, buxur og skinn-
stakkur - að við komumst ekki úr neinu. En Oli sagði okk-
ur að koma hiklaust inn eins og við stóðum og dreif okkur
inn í funheita ofnstofu. Okkur þótti gott að koma í hlýind-
in, fá kaffi eftir vild með nægu brauði, því enginn hafði
bragðað neitt frá því við fórum að heiman. Veran inni hjá
1 Að líkindum sá hinn sami og bjó á Valabjörgum o.v., sbr. Skagfirzkar
aviskrár 1850-1890, I, 152.
47