Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 50
SKAGFIRÐINGABÓK
Óla varð til þess, að við áttum betra með að komast úr
sjóklæðunum. En stofugólfið blotnaði. Ollum sem brúkuðu
munntóbak gaf Óli fingurhæð af tóbaki.
Þegar við vorum mettir af þessum rausnarlegu og góðu
velgjörðum, bað Sölvi hann að lofa okkur inn í fjósið til að
komast úr sjóklæðunum. Var það strax veitt. Þar voru tvær
kýr og hlýtt inni, en erfiðlega gekk okkur að losna við sjó-
klæðin. Utan af Sölva varð að rista belgina, því allt var sam-
frosið inn í skinn, hann stórkalinn á fótum og úlfnliðum
[svo].
Attum við nú eftir að ganga á móti stórhríðinni út í
Sléttuhlíð. Sölvi komst með harðheitum og stuðningi að
Höfða. Var þá kominn hiti og ógurlegur sviði í kalið. Var
hann þar nokkurn tíma, síðan fluttur á hesti heim. Hinir
fóru að Lónkoti, Glæsibæ og Tjörnum. Eg var sá eini sem
fór heim, átti líka skemmst, að Arnarstöðum.
Þær voru oft harðsóttar þessar vetrarlegur. Nóttin er löng
á þorra í misjöfnu veðri, stundum líka lítið í aðra hönd, oft
ekkert nema hrakningur, þegar uppá komu stórhríðar og
frosthörkur.
Ekkert skýli var í þessum vetrarskipum á þeim árum, en
lítill pallur var frammi í barkanum, svo tveir menn gátu
troðið sér þar niður. Gerðu menn það stundum, ef lítið var
um hákarl. Ekki var pallurinn lengri en það, að fæturnir upp
að hnésbótum urðu að lafa fram af brúninni. Þarna fleygðu
menn sér stundum niður, breiddu yfir sig stagfokkuna, en
vöknuðu oft við að sjógusa steyptist yfir þá eða vaknað var
hríðskjálfandi. Var þá ráðið að taka vatnsílátið og drekka;
var þó oft töluverður klaki í vatninu, en við það fór oft
bráðlega skjálftinn og kaldan. Sumir höfðu bramaglös inná
sér með sterku kamfórubrennivíni til að dreypa á við köldu.
Til matar var hafður hákarl, harður eða skyrkæstur,
hangiket, saltket, harðfiskur, pottbrauð og gallsúrt smér;
þótti bezt. 1939
48