Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 52
SKAGFIRÐINGABÓK
Jóhannes1 þá að leysa, og sigldi fram í fremra Stranda-
grunnshall, þar lagzt á 250 faðma dýpi. Þar fengum við tíu
hákarla á tveim sólarhringum. Þá gekk að norðan hríðar-
veður með stórsjó. Þetta var um kvöld; var nú legið þarna
um nóttina og gefið mikið út af stjórafærinu, því Jóhannes
ætlaði að liggja af sér garðinn, liggja þar til lægði. En það
vildi ekki lánast. Um birtingu um morguninn hrökk akkerið
úr botni og festist ekki aftur. Spiluðum við því akkerið upp.
Þá lagði hann skipinu til drifs nokkurn tíma, var þá komin
iðulaus stórhríð og voðasjór.
Stýrimaður var Sigurður Jónsson Gós2. Segir hann þá við
Jóhannes: „Þetta dugir ekki lengur; þar sem ekki er hægt að
logga, getur farið svo, að þú vitir ekki hvar við erum stadd-
ir.“ Féllst Jóhannes á það og skipaði að setja upp segl. Þoldi
þá ekki nema þrírifað stórsegl og tvírifuð stagfokka. Lá
skipið svo á hliðinni, að ekki var stígvélatækt í hléborðs-
lögginni. Sigurður stýrimaður stýrði og sleppti ekki stýrinu
í tvo sólarhringa. Hann var annálaður stjórnari, líkastur
föður sínum, Jóni Gó, sem kallaður var, og talinn afburða
stjórnari, en drykkfelldir voru þeir feðgar.
Eftir nokkurn tíma kallar Sigurður til Jóhannesar og seg-
ir: „Ég held ég ætli ekki að geta varið skipið fyrir áföllum.
Láttu mig hafa gott staup.“ Var það strax í té [látið] og jafnt
yfir alla.
1 Jóhannes Finnbogason. Hann átti þriðjung í skipinu 1873 (Noröanfari
11. ágúst 1874) og hafði þá stýrt skipinu í nokkur ár. Ofmælt er þó í
Skagfirzkum æviskrdm, að Jóhannes hafi byrjað skipstjórn á Fljótavík-
ingi sautján ára, 1855. Skipið er þá ekki til. Vel má hins vegar vera, að
Jóhannes hafi stjórnað Víkingi í 24 ár, eins og talið er í sömu heimild.
Hann lézt 1898, 60 ára að aldri. (Skagfirzkar aviskrár 1890-1910, I,
138-139).
2 Um þá feðga, Sigurð og Jón Gó, er ritað í Skagfirzkar aviskrár 1850-
1890, IV, 185-189 og 277-280.
50