Skagfirðingabók - 01.01.1988, Qupperneq 53
HÁKARLAVEIÐI OG VETRARLEGUR
Nokkru síðar kallar Sigurður1 frá stýrinu heldur hast til
okkar og skipar okkur að halda okkur vel, enda sýndist þess
full þörf, því rétt á eftir reið ógurlegur sjór yfir skipið, sem
tók upp í mið möstur. Engum skolaði þó út, og mátti það
furðu kalla. Jóhannes var niðri í káetu við reikninginn. Þeg-
ar sjórinn var riðinn af, kom hann upp og spurði, hvort allir
væru innanborðs. Honum var sagt, að svo væri. Þá sagði
hann: „Það ætlar að fara að ganga eitthvað á.“ „Dálítið,“
sagði Sigurður, „láttu nú flöskuna koma.“ Hún kom fljótt
og gekk milli allra. Þegar Jóhannes er að fara niður, sneri
hann sér við í káetudyrunum og mælti fram:
Dofnar nú hugur og dugnaðurinn,
dregur af máttinn úr öllum ég finn,
kuldinn, hungrið, koldimm hríð er,
komi guð af hæðum og varðveiti allt hér.
Svona var siglt í stórhríðinni óralengi. Þá kom Jóhannes
upp og sagði sig færi nú að lengja eftir landi, og sæist ekki
land innan kvarttíma, þá væri reikningurinn skakkur hjá sér,
en bað okkur að hafa nú góðar gætur á landinu. Það mun
ekki hafa liðið mikið yfir kvarttíma, þegar við glórðum í
land, og þekktum bráðlega, að það var Gjögratá austan við
Eyjafjörð. Var þá slegið undan og siglt inn fjörðinn, inn á
svokallaðan Höfðastekk, sem er undan Laufási. Þar var
ágætt skipalægi og kvikulaust. Þarna máttum við liggja ell-
efu daga, þar til við komumst til Siglufjarðar, því fjörðinn
fyllti af hafís, sem þó smágreiddist sundur, svo við kom-
umst gegnum hann.
Eitt skip fórst í þessum garði, Sœlor2 af Eyjafirði, en menn
1 Jón í handriti.
2 Hér mun átt við Sailor, sem gerður var út frá Grenivík (Skútuöldin, 1.
útg. I, 398-399. Raunar voru skipin tvö, sem fórust: Pólstjarnan sigldi
ekki framar.
51