Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 54
SKAGFIRÐINGABÓK
björguðust. Skjöldur og Vonin hleyptu upp á Þingeyrasand,
en allir menn komust af. Skipstjórann á Pólstjörnunni sleit
frá stýrinu á Húnaflóa og drukknaði.1
Þegar til Siglufjarðar kom, var skipið losað og tekin út-
gerð í næsta túr. Var þá ísinn að reka austur og smá greiðast.
Þá var lagt af stað og siglt fram á Strandagrunn gegnum
íshröngl. Sást þá íshellan úr reiðanum fyrir öllu hafinu. Ætl-
un skipstjóra var að sigla fram á 230 faðma dýpi, en [hann]
hætti við það og lagðist. Þarna var legið í tvo sólarhringa, en
[við] sáum ekkert skip og fengum sautján tunnur lifrar. Þá
var íshellan komin að skipinu, svo ekki var um annað að
gera en leysa; var þó ekki gert fyrr en í ótíma.
Isinn rak nú svo ört á skipið, að drekinn náðist ekki úr
botni, lá þá við að skipið mundi liðast sundur fyrir átökum
skipshafnar og íss, var því á endanum höggvið á stjórafærið.
Var þá ísinn kominn langt upp fyrir skipið. Fórum við þá
að reyna að stjaka skipinu upp úr ísnum, en gekk lítið þar til
straumur fór að minnka og koma djúpfall í hann, þá greidd-
ist hann dálítið. Var þá farið að sigla eftir smárifum eins og
hentast þótti. Þannig var siglt austur á Grímseyjarrif, þar
þéttist ísinn aftur, samt tókst með smásiglingum og stjaki að
ná Grímsey. Þar lágu fjegur skip: Vonin, Latibrúnn og
Skjöldur af Siglufirði, en Njáll af Eyjafirði.
Bráðlega herti ísinn svo að skipunum, aö þau urðu öll að
leysa og troðast upp í Miðgarðavoginn, ofan undan prests-
setrinu Miðgörðum. Þar var þá prestur síra Pétur Guð-
mundsson, fræðimaðurinn mikli. Var hann mjög skemmt-
inn og skrafhreifur [svo]. Hann kom á hverjum morgni og
sagði okkur hitastig í lofti, en margs þurfti hann að spurja
okkur úr okkar byggðarlögum, hvern og einn.
Einn morgun er ég að ráfa í landi. Verður mér þá reikað
heim á prestssetrið. Þar stendur ung stúlka á hlaðinu. Eg
1 Sjá Sögu Dalvíkur, I, 284-296.
52