Skagfirðingabók - 01.01.1988, Blaðsíða 55
HÁKARLAVEIÐI OG VETRARLEGUR
býð góðan dag og segi: „Sæl vertu!“ Hún tók því glaðlega
og spur [svo], hvaðan ég sé. Segi ég henni það. Spur hún þá,
hvort engir séu á skipinu, sem brúki neftóbak. Eg segi
henni, að stýrimaðurinn brúki neftóbak. Hún biður mig þá
að útvega sér þó ekki væri nema tvisvar, þrisvar í nefið. Ég
sagðist skyldi reyna það, svo skildum við.
Ég fór þá um borð og hitti stýrimann. Hann átti þá ekk-
ert til. Mér leizt nú ekki á fyrir mér, því mér fannst ég
hálfgert hafa lofað stúlkunni að verða við bón hennar. Svo
fór ég til Jóns, bróður skipstjóra,1 sem ég vissi, að brúkaði
mikið munntóbak, en safnaði illa tuggnum tuggum í tó-
bakspung og færði ömmu sinni, sem reykti það. Ég sagði
honum, hvernig komið væri fyrir mér og bað hann að láta
mig nú hafa tuggurnar. Það var strax velkomið; hann sagði
[að] líklega kæmist ég í nánari kunningsskap við stúlkuna á
eftir. Ég sagðist ekkert vera að hugsa um það. Nú fékk ég
tóbaksfjöl og járn hjá stýrimanni, svo átti ég eitt tóbaks-
stykki, mosros[?]. Þetta skar ég allt saman og neri vel í
tóbakspungnum. Svo kom Jón með tóbaksdropa og lét sam-
an við, tók svo í nefið og sagði, að þetta væri ótrúlega gott.
Nú legg ég af stað með þetta heim á prestssetrið. Þá
stendur sama stúlkan í dyrunum. Ég segi: „Sæl vertu! Illa
gengur með tóbakið. Sumir orðnir tóbakslausir og aðrir á
þrotum. Ég er hér með svolítið, en veit ekki hvort þú getur
gert þér það að góðu,“ og rétti henni punginn. Hún leysir
frá honum og tekur vel í nefið, dæsir af ánægju og segir:
„Þetta er bærilegt,“ og heldur ég verði að koma inn og fá
kaffi. Tekur hún þá í hönd mér og leiðir mig eins og barn
sitt inn í stofu. Þar situr prestur og er að skrifa. Hún segir
1 Jón Finnbogason dó 1876, getur því ekki verið átt við hann hér. Einu
bræður Jóhannesar, er lifðu 1887, voru Hafliði Fljótaskáld (Skagfirzkar
œviskrár 1850-1890, IV, 118-120) og Björn (sama rit, II, 16). Jón Jóns-
son bóndi á Sjöundastöðum, mágur Jóhannesar, lézt 1874 (sama rit, IV,
204-206.)
53