Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 58
SKAGFIRÐINGABÓK
azt, segir hún: „Ætlaðirðu virkilega ekki að halda loforðið
og koma?“ Eg sagðist hafa skammazt mín að þiggja meira
en þetta líka lítilræði, sem hún hafði gefið mér í gær. Þá
segir hún brosandi: „Mundu það, ungi maður, að þú átt
aldrei að bregða loforði við kvenfólkið.“ Eftir það fór ég
heim á hverjum morgni, fékk alltaf sömu ágætu viðtökurn-
ar.
Þegar presturinn vissi, að ég var úr Skagafirði, þurfti hann
margs að spurja, um ýmsa menn og ættir þeirra. Svaraði ég
eftir getu, [og] urðu þetta oft langar og skemmtilegar við-
ræður.
Þarna lágum við í sextán daga. Fór þá ísinn að greiðast.
Var þá lagt af stað á öllum skipunum, bæði stjakað og siglt á
Siglufjörð.
HeimilcLir
Alþingistíðindi 1877, 1883, 1885, Islenzkar æviskrár, Jarða- og búendatal í
Skagafjarðarsýslu, Norðurljósið 1887, Norðanfari 1874, Prestatal og pró-
fasta á Islandi, Saga Dalvíkur, Skagfirzkar æviskrár, Skútuöldin, 1. útg.
56