Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 60
SKAGFIRÐINGABÓK
tvíbökumjólk og ávaxtagrautur.“ Og bætti við án kala:
„Bezt væri að hætta að borða alveg.“
Kolbeinn lét hallast að háu höfðalagi, tálgaður holdum.
Maðurinn minnisgóði var nú tekinn að gleyma mörgu nær-
tæku, en vissi viti sínu þegar aftar dró í tíma. Hann talaði
enn fallega íslenzku og drap um stund á Jón Jónsson bónda
á Brúnastöðum í Fljótum, langafa sinn; sagðist einu sinni
hafa rekizt á rithönd hans í þingabók Espólíns um 1820;
hefði skriftin verið áferðargóð, nokkuð lík skrift dótturson-
ar hans, Stefáns eldra í Fagraskógi, og komið sér á óvart.
„Eg hélt hann hefði ekki kunnað neitt nema að drepa hákarl
og slá gras.“
Heilsu Kolbeins var mjög hnignað nokkrum árum fyrr,
um 1975. Þá áttu þau Kristín Guðmundsdóttir, kona hans,
heima í nýju fjölbýlishúsi við Miðvang í Hafnarfirði, voru
þar í skjóli Hallfríðar dóttur sinnar. Hann hafði að vísu
ferlivist, en varð ekki svefnsamt um nætur, fór varla út fyrir
dyr og færri gamlir kunningjar vitjuðu hans en áður,
kannski vegna þess að þau hjón bjuggu nú lengra undan. Og
smeykur er ég um að Kolbeini hafi leiðzt dálítið í Hafnar-
firði, þótt vel færi um hann þar. Ekki kvartaði hann samt í
mín eyru, en svaraði dag einn þegar ég spurði um hagi hans:
„Æi, ég er orðinn eins og doðakýr." I annað skipti nokkru
seinna sagði hann að líf sitt og líðan væri „þrautalaus
ómennska“. Sjón hans var nú á förum, hann þoldi illa skæra
dagsbirtu, tók þá að svíða í augun, vildi helzt hafa glugga-
tjöld dregin fyrir á sólskinsdögum. Og í janúarlok ’76 sagði
hann, þegar ég grennslaðist fyrir um heilsuna: „Eg hef góða
heyrn, en sé lítið sem ekki. Eg gerist nú, eins og sagt var um
Onund sjóna, gamall og sýndur lítt.“ Þótt þannig væri kom-
ið fyrir Kolbeini, þá naut hann vel samræðna við menn.
„Þeir eru allir feginsgestir sem líta inn“ mælti hann á þeim
missirum.
Sumarið 1980 hafði Kristín Guðmundsdóttir fengið inni á
58