Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 61
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
elliheimilinu Grund og kunni ekki í alla staði við sig þar, að
sögn Kolbeins, umskiptin of mikil. Þetta virtist vera honum
þungbær tilhugsun. Sjálfur kom hann mér fyrir sjónir sem
æðrulaus væri frammi fyrir hinum dimmu dyrum. En
ólæknandi sorg bar Kolbeinn þó í hjarta eftir son þeirra
Kristínar, Sigurð að nafni. Hann tjáði mér einu sinni, að á
hverju ári lægi hann andvaka þá nótt sem bæri upp á dánar-
dægur hans, og svo hefði alla tíð verið. Undir þessu lá grafin
þrálát sjálfsásökun: Kolbeinn kenndi sér að nokkru um frá-
fall Sigurðar. Pilturinn, sem var einkasonur, þótti mjög efni-
legur. Dauða hans (1932) bar svo að höndum, að veiki gekk
um sem Hofsóslæknir þekkti ekki. Pilturinn, átta ára gam-
all, lagðist með háan hita. En morgun einn sagðist hann
orðinn frískur, og virtist ekki annað sýnna. Þeir feðgar fara
nú að bera upp hey og strekkja við, því veður var ekki sem
álitlegast. Þetta var í september. Undir kvöld segir Sigurður:
„Pabbi, mér er orðið kalt.“ Kolbeinn kvaðst, í hugsunar-
leysi, ekki hafa talið neitt varhugavert á ferð og svarar sem
svo, hvort þeir eigi ekki að halda áfram og ljúka verkinu,
lítið sé eftir. Það verður úr. Þegar þeir koma heim í bæ,
leggst sonur hans í rúmið með háan hita að nýju og deyr
eitthvað tveimur dögum síðar „úr lömunarveiki í lungum“
(orð Kolbeins). Þótt endurminningin um þetta væri sár,
sagði Kolbeinn þegar hann rakti fyrir mér atvikið, þá væri
aldrei að vita hvað hefði beðið sonar síns, maður mætti ekki
dæma.
Kolbeinn Kristinsson dó í ágústmánuði 1983. Þá var hon-
um tveimur árum vant í nírætt. Kristín kona hans var horfin
héðan á undan honum. Og nú er Sólveig, eldri dóttir þeirra,
einnig dáin þegar þetta er skrifað. Hún nam í háskóla ís-
lenzk fræði. Við lásum saman dag og dag á Nýja-Garði
undir kandídatspróf í janúar 1959 og gengum tvö ein til þess
prófs þá. Kolbeinn var ánægður og stoltur yfir því, að dóttir
hans skyldi ljúka námi í íslenzkum fræðum, þeirri mennta-
59