Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK
grein sem hann unni heilum huga - og fram yfir allar aðrar.
Kveðjuathöfn um Kolbein frá Skriðulandi fór fram í
Fossvogskapellu 22. ágúst ’83. Hann hafði afráðið að hvíla í
Hólakirkjugarði. Og þangað var kerið með ösku hans flutt.
Hann sagði mér 1976: „Miklu er þrifalegra að láta brenna
sig en grafa; hrörnunin í moldinni er ömurleg. Eg hef
ákveðið að vera brenndur og að kerið verði sett til fóta
drengnum mínum.“
2.
Eg sá Kolbein bónda á Skriðulandi fyrst heima á Sauðár-
króki áður en ég fermdist. Þeir voru æskuvinir úr Hólaskóla
faðir minn og hann, brautskráðir þaðan 1911, og héldu
bræðralagi sínu traust og trútt síðan. Skipti þar engu, þótt
annar gerðist sjálfstæðismaður, hinn framsóknarmaður þeg-
ar á leið og gamlir ungmennafélagar og aldamótapiltar úr
sveitum, sem allt virtust eiga sameiginlegt, tóku að feta sig
inn í nýtt þjóðfélag eftir mismunandi brautum stjórnmála-
flokka.
Eg man ekki lengur eftir Kolbeini á Sauðárkróksgötum í
fyrri daga. Hins vegar kom fyrir að hann sæti til borðs með
okkur fjölskyldunni, væri hann í kaupstaðarferð. Sérstak-
lega minnist ég kvöldverðar einhvern tíma á stríðsárunum.
Eg varð þá allur að augum og eyrum, sat þó við stofuborðið
eins og brúða, smáfeiminn og forvitinn í senn. Þetta var í
fyrsta skipti sem mér gafst færi á að virða Kolbein almenni-
lega fyrir mér, því ég sat beint andspænis honum. Hann
skar sig úr öðrum sveitabændum sem höfðu komið á heimili
foreldra minna, var eldri í sér en þeir, fannst mér. Þessi
gestur var þunnhærður og slétthærður, kringluleitur, meðal-
stór í sæti, og tæplega þó, bæði að hæð og gildleika; hæglát-
ur og prúður fram í fingurgóma. Ekkert af þessu var neitt
60