Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 63
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
sérkennilegt, enda gaf ég því ekki mestan gaum, heldur
kjálkaskegginu. Kolbeinn var með rakaða höku og efrivör,
en alldigurt kjálkaskegg. Þá voru skeggleysistímar á Islandi,
þótt maður sæi reyndar öldunga með síðskegg og einn og
einn herra með yfirvararskegg og jafnvel hökutopp. Mikið
skegg þótti gamaldags og karlalegt. Og kjálkaskegg! játakk,
það var mér ný sjón sem gerði komumann frekar svona
afdalalegan, ef ekki fornlegan í augum mínum, og samt var
Kolbeinn þá ekki nema milli fertugs og fimmtugs. En forn-
eskja hans var ekki þess eðlis að krakka stæði stuggur af, því
fór fjarri, allt var góðmannlegt við þennan gest úr austur-
sveitunum. Hann var einungis sérstæðari en aðrir. Við þetta
bættist svo, að einstaka borðsiðir hans voru annars konar en
ég hafði vanizt, skrýtnir - eða persónulegir, til dæmis
hvernig hann drakk kaffið sem móðir mín bar fram í máltíð-
arlok; Kolbeinn setti ekki bollann á undirskálina milli sopa,
heldur slakaði honum niður fyrir höku, drakk allört og með
lágu söturhljóði, litla sopa í einu og lét ekki bollann á undir-
skálina fyrr en hann hafði lokið úr honum til fulls. Þannig
gekk þetta fáeina bolla í röð. Einhver sagði mér mörgum
árum seinna að Kolbeinn á Skriðulandi væri svo mikill
kaffimaður, að hann færi létt með að drekka úr sirka tíu
meðalbollum í rennu. En aðferðina sem ég var að lýsa hefur
Kolbeinn hlotið að leggja niður með tímanum, því ég sá
hann aldrei bregða henni fyrir sig eftir að ég kynntist hon-
um fullorðinn maður. Þá hafði hann líka minnkað kaffi-
drykkjur sínar að mun, tjáði hann mér sjálfur.
En nóg um þetta. Það voru eyrun á mér ekki síður en
augun sem lukust upp við kvöldverðinn sem mér verður nú
svo langrætt um. Eg var ekki óvanur góðu og fjölbreyttu
talmáli í foreldrahúsum, en þó fannst mér Kolbeinn tala svo
fagurlega, svo sniðfast og hreint, já svo kunnáttusamlega að
ég gleymi því aldrei. Hann notaði alþýðlega íslenzku sinnar
tíðar í sveitum, en gullslegna af lestri fornrita. Ég heyrði
61