Skagfirðingabók - 01.01.1988, Side 64
SKAGFIRÐINGABÓK
föður minn oftar en einu sinni dást að tungutaki Kolbeins —
„hans Kolla míns“ eins og hann sagði vinalega á skóla-
bræðravísu - og ég skildi orð hans, því sannarlega hafði ég
heyrt Kolbein tala í þetta sinn. Mér er ljúft að gera þá játn-
ingu, að þá stækkaði sem í skjótri svipan mitt ,innra eyra’,
sveinstaulans.
3.
Eg kom aldrei að Skriðulandi meðan þau Kolbeinn og
Kristín bjuggu þar, og ekki hef ég átt þar leið um síðar. Þau
hófu búskap á jörðinni nýgift, 1923, fyrst á móti foreldrum
Kolbeins, Kristni Sigurðssyni og Hallfríði Jónsdóttur.
Kristinn og Hallfríður bjuggu áður stuttan tíma í Þúfum og
Stóragerði í Oslandshlíð, og í Þúfum fæddist Kolbeinn árið
1895, en átti æsku sína á Skriðulandi. Kristín var aftur á
móti fædd 1898, dóttir hjónanna Guðmundar Péturssonar
og Sólveigar Jónsdóttur, sem bjuggu í Smiðsgerði í Kol-
beinsdal og víðar. - Kristinn Sigurðsson ólst frá níu ára aldri
upp í föðurgarði á Skriðulandi, en var fæddur í Flögu í
Hörgárdal. Hann var sagnamaður mikill og þykir mér lík-
legt að hann hafi skírt son sinn eftir Kolbeini Sigmundar-
syni landnámsmanni í Kolbeinsdal, a.m.k. eru hliðstæður
þess ekki svo fáar í seinni tíð. Raunar láðist mér að inna
Kolbein sjálfan eftir þessu. Nafnið er ekki í ættum hans svo
ég viti.
Kolbeinn og Kristín ráku bú á Skriðulandi til ársins 1955,
ef undan eru skilin þrjú ár, 1930-33, er þau bjuggu á Hofi í
Hjaltadal. Aldrei barst tal okkar Kolbeins að ástæðu þeirra
bústaðaskipta, og kann ég engin skil á þeim.
Kolbeinn átti Skriðuland og seldi Hólahreppi jörðina
þremur árum eftir að hann lét af búskap. A prenti stendur -
Hver er maðurinn, 1944; Islenzkir samtíðarmenn, 1967 - að
62