Skagfirðingabók - 01.01.1988, Qupperneq 67
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
undirheimum, innan um hilluraðir, starfaði hann frá því
klukkan átta að morgni til hádegis, ef aðstæður hans leyfðu
eða heilsufar, einn út af fyrir sig, í góðri þökk landsbóka-
varðar. Þetta starf var Kolbeini hentugt í elli. Hann hand-
fjatlaði prentað mál og virtist sjálfráður um framgang verk-
anna, eins og bóndi á búi sínu. Fyrir öllu gekk að raða
nákvæmt í hillur úr stöflunum, lesa saman árganga og tölu-
blöð. Eg kom dag einn til hans í kjallarann, átti við hann
erindi vegna þáttar eftir hann í Skagfirðingabók. Við vorum
tveir einir í ,geilunum’ og hann útskýrði fyrir mér, aðspurð-
ur, í hverju starf hans fælist. Hann var frjálsmáll, en sípuð-
andi meðan ég stóð við, og ég elti hann hingað og þangað
um kjallarann til þess að geta komið erindi mínu fram.
Hann sýndist ekki geta stöðvað sig hálfa mínútu. Vinnu-
dygð hans var heilög, eins og sakramenti. Eg dáðist að hon-
um fyrir það, en allt að einu rann mér til rifja að sjá þennan
snilldaröldung, ættfræðing og fornsagnamann, hálfboginn
við að raða í hillustafla eftir árgöngum, tölublöðum og
númerum hinu og þessu prentónýti, allt niður í söluturna-
blöð og bíóprógrömm. Kolbeinn hafði fá orð um þetta, en
ég réð af svip hans að mikil ósköp væru nú til í heiminum af
hégómaskrifum.
Einhverjar krónur gaf starfið á Landsbókasafni Kolbeini í
aðra hönd. Þó býst ég við að hitt hafi vegið álíka þungt, að
honum fannst hann geta orðið til gagns á elliárum. Nú voru
líka í seilingarfjarlægð ýmsar heimildir sem hann þarfnaðist
vegna fræða sinna um gamla tíð fyrir norðan, kirkjubækur á
Þjóðskjalasafni og annað eftir því.
Kolbeinn á Skriðulandi skar sig úr, eins og hann hafði
alltaf gert, hvar sem honum brá fyrir í höfuðborginni, á leið
í strætó eða á annarri göngu staða milli og húsa. Hann bar
enn kjálkaskeggið, en vitaskuld orðinn lotlegri en þegar ég
kynntist honum norðanlands, aldurslegri og slitnari. Hann
stóð sig þó í umferðinni, fór þar að öllu gætilega sem annars
65