Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 68
SKAGFIRÐINGABÓK
staðar. Ég sá hann nokkrum sinnum koma út úr Lands-
bókasafnshúsinu eða fara þangað inn til starfa síns, með litla
handtösku (undir nestisbita og minnisblöð), duglega klædd-
an. Hann hafði sitt gamla og góða dalamannsyfirbragð. Ég
naut þess að sjá hann á Hverfisgötunni, því ég vissi hver
hann var. Mér þótti höfuðprýði að honum innan um gæja,
píur og fleira fólk.
4.
Persónuleg kynni okkar Kolbeins frá Skriðulandi hófust
að ráði í Reykjavík. Við hittumst eftir það til samræðna
margsinnis ár hvert fyrst framan af; ýmist kom hann heim
til mín eða ég til hans; gripum oft þess á milli til símans. Og
vænt þótti mér um, að Kolbeinn skyldi 1976 færa mér að
gjöf eintak sitt af Ættum Skagfirðinga eftir Pétur Zophóni-
asson, mjög torgætt rit sem ég átti ekki fyrir. Hann kvað
dætur sínar ekki gefnar fyrir ættfræði og því væri bókin vel
niður komin í hillu hjá mér; mátti þó Kolbeinn vita að
enginn er ég ættagrúskari, þótt ég hneigðist til skagfirzkra
fræða og þyrfti þess vegna að segja deili á manni og manni
fyrri tíðar. Eintak Kolbeins kom þrautlesið úr höndum
hans, í slitnu bandi og með ýmsum minnisfærslum milli lína
og úti á blaðjöðrum. Mér er til efs að hann hafi blaðað oftar
í nokkurri bók, enda gerðist hann ættspakur. Hún er ekki
aðeins góður gripur í sjálfri sér, heldur og gersemi vegna
þess að hún hefur verið í Kolbeins eigu, nú mörkuð fingra-
förum hans hér og þar og pennadráttum. Ég læt aldrei binda
þessa bók upp á nýtt, þótt hún sé laus í kilinum, né hreinsa
hana að neinu leyti; vil eiga hana eins og hún er. Enginn
hlutur miðlar mér nálægð Kolbeins frá Skriðulandi jafn
greinilega og hún.
Kolbeinn og Kristín bjuggu sunnarlega í Tjarnargötu, í
66