Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 69
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
kjallaraíbúð, þegar ég heimsótti þau fyrst syðra. Það var í
janúar 1966 og erindi mitt að fræðast af honum um séra Pál
Jónsson sálmaskáld í Viðvík. Mér var tekið tveim höndum.
Þá og jafnan síðar mun ég hafa notið vináttu Kolbeins og
föður míns, og bar aldrei nokkurn skugga á samverustundir
okkar.
Viðræður mínar við Kolbein snerust nær allar um horfna
menn og horfinn tíma, og svo spurði ég hann um ýmislegt
er snerti hann sjálfan; átti þó margs óspurt þegar hann varð
örvasa. Ævinlega dró öðlingurinn fram úr hugarins fylgsn-
um af ljúflyndi og stílhreint það sem hann bezt vissi og
varðaði spurningar mínar, bætti einnig mörgu við í fram-
haldi af þeim.
Kristínu Guðmundsdóttur kynntist ég aldrei persónulega
í Skagafirði og hafði ekki af henni að segja fyrr en aldraðri
konu, burtfluttri þaðan. Hún var lítil á velli, brosti breitt og
hló glatt, ef fyndni fór í milli. Mér fannst hún mjög geð-
þekk, hlý í viðmóti og sundurgerðarlaus. Og Kolbeinn tal-
aði um hana af mikilli væntumþykju. „Stína mín“ sagði
hann oft í minni áheyrn. Þau voru fyrir mér óaðskiljanlegir
ástvinir. Um ýmsa daglega hluti komst Kolbeinn í elli,
sýndist mér, varla af án „Stínu sinnar“ og ef til vill hafði svo
lengi verið.
Þau hjón skiptu um íbúð í Reykjavík, fluttust úr Tjarnar-
götu upp í Hlíðar, og varð þá styttra á milli okkar Kolbeins,
því ég átti heima í því borgarhverfi. Honum þótti mátulegur
gangur heiman frá sér til mín, þegar gott var veðrið. Kaffi-
drykkjur sínar hinar stóru hafði hann þá lagt af að mestu,
eins og fyrr segir, vildi ekki meira en tvo eða þrjá bolla,
hvernig sem maður otaði að honum könnunni, og síðan í
hæsta lagi „botnhyl“ til viðbótar. „Botnhylur" svaraði til tíu
dropa hjá öðrum. Hins vegar fannst Kolbeini notalegt og
gaman að hafa stjörnu í glasi með kaffinu. Hann varð þá
glaðlegri í tali en að öllum jafnaði, launfyndnari og rifjaði
67