Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 71
UPPRIFJANIR UM KOLBEIN FRÁ SKRIÐULANDI
sýnis um frásagnarlag hans undir fjögur augu. Sögnin má
heita rétt upp skrifuð frá orði til orðs. Hún er tekin úr
segulbandsviðtali í september 1968 og hljóðar svo:
Jón Tómasson „dagbók“, Svarfdælingur að ætt, var
stór maður og sterkur og heldur ófríður. Hann hélt
dagbækur aumingja karlinn, en ekki veit ég hvað um
þær varð, og mun enginn skaði vera þó glatazt hafi.
Það hefur sennilega allt verið nokkuð sjálfsagðir hlutir
og lítt frásagnarverðir. Eg hef heyrt að einhvern tíma
hafi hann tekið fram í dagbókinni: „Svaf hjá kon-
unni. “
Jón var varla fullkominn maður til verka, ósköp
seinvirkur og hægur. Eitt sinn fór Hóla-Guðmundur
með rekstur til Siglufjarðar um sumar. I ferðinni sá
hann á einum stað, hvar Jón nokkur Arnason og Jón
Tómasson gengu að slætti. Guðmundur kvaðst hafa
veitt þeim athygli - og bætti við: „Mér sýndist Thom-
sen slá meira.“ Það sýnir að Jón Arnason hefur ekki
verið aðfararmaður.
Eg man vel eftir Jóni Tómassyni. Hann kom til mín
síðast þegar hann flutti norður á sveit sína, það var
kringum 1920. Þá var hann orðinn örþrota og ör-
mæddur. Sennilega hefur hann gengið með krabba-
mein, því hann þoldi engan veginn við. Hann var sótt-
ur að norðan í Skriðuland og var þá ekki með farangur
annan en kistur tvær á hesti. En þetta þótti svo vondur
flutningur, að ég man að faðir minn var fenginn til að
fylgja þeim norður. Og hann sagði að karlauminginn
hefði alltaf verið að fara af baki og éta lyng, hann hélt
að það mundi bæta sér.
Það voru mér hátíðir að hafa Kolbein í húsum mínum á
þularstóli, lausan undan mesta amstri daganna, frjálshuga og
glaðan á góðri stund. Kollurinn á honum virtist þá lítið
69