Skagfirðingabók - 01.01.1988, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
farinn að gefa eftir, minnið að heyra óbilað og sagnagleðin
svikalaus. Hann kvað enn sem fyrr oft snjallt að orði; þurfti
jafnvel ekki nema viðbrögð við smámunum einum til þess:
Eitt sinn, í því hann bjó sig undir að kveðja, fann hann
hvergi höfuðfatið sitt, hafði skákað því einhvers staðar í
fljótræði þegar hann kom. Við fórum nú að hringsnúast um
stofu og anddyri og vinnuherbergi mitt. Meðan þessu fór
fram sagði Kolbeinn, hissa á sjálfum sér: „Hvar hef ég hálf-
vitað húfunni?" Oðru sinni átti hann í einhverju bjástri, ég
man ekki lengur hvert það var, og mælti þá í hálfu kafi:
„Klaufasterturinn ég.“
Margt var það fleira smálegt á þessum samfundum sem út
úr Kolbeini kom og lá ekki á hvers manns tungu. Honum
þótti saga sem hann kunni „nokkuð stórbrytjuð“ til að geta
verið sönn. Maður einn í frásögn hans var „of gisinn“ (mál-
ugur), annar var „talsvert við veg“ (rogginn) og það var
„hreyfingur“ í Skíðastaðaætt úr Laxárdal. Hálfur bolli af
kaffi hét „kerlingarsopi". Og einu sinni hringdi ég heim til
Kolbeins, það var í marzlok 1979, og bar undir hann fræði-
atriði úr Skagafirði sem mér þótti óljóst. Hann gat rétt
staulazt að símtólinu með hjálp Kristínar, hlustaði á fyrir-
spurn mína, hugsaði sig svo um. Eg sagði honum eins og
var, að atriðið stæði blýfast í próförk sem ég hefði til yfir-
lestrar, en ég þyrði ekki að dæma um hvort rétt væri þar
með farið eða rangt. Kolbeinn treystist ekki til að kveða
upp úrskurð, en sagði aðgæzluvert það sem ég las fyrir hann
upp úr próförkinni. Og bætti við: „Eg er hræddur um að
það sé eitthvert hem á þessu.“
5.
Kolbeinn Kristinsson brautskráðist úr Hólaskóla eftir
tveggja vetra nám eins og til stóð; hafði áður notið far-
kennslu frænda síns, Steins Stefánssonar frá Efra-Asi, fáein-
ar vikur á vetri. I Hólaskóla var ýmsa almenna menntun að
70