Skagfirðingabók - 01.01.1988, Síða 74
SKAGFIRÐINGABÓK
sagði hann, afhent sýslumanni í tvítaki og gekk annað suð-
ur, en hinu hélt sýslumaður eftir.
Eg spurði Kolbein um kennara hans á Hólum, og kvaðst
hann hafa verið ánægður með þá alla þrjá, engan þeirra tek-
ið sérstaklega fram yfir annan, þá Sigurð Sigurðsson skóla-
stjóra, Jósef J. Björnsson og Sigurð Sigurðsson kennara.
Olíkir menn, skaut hann að. „Þeir voru að vísu meiri kenn-
arar, Sigurður skólastjóri og Jósef, heldur en hinn, en hann
hafði ekki síður góð áhrif, mjög góð áhrif, og líklega hefur
hann orkað mest til málvöndunar og málhreinsunar. Sig-
urður kenndi íslenzku og reikning. Hann var ekki neinn
snillingur á mál, en skrifaði rétt mál. Lét mikið semja rit-
gerðir utan kennslustunda; fór ekki beinlínis í þær í tímum,
en las upphátt fyrir bekkinn það sem honum þótti eftir-
breytnisvert í tiltekinni ritgerðarsmíð. Hann benti að vísu á
það sem var til lýta í orðfari, en kenndi ekki framsetningu
máls í riti umfram það.“
Kolbeinn sagði undandráttarlaust að föðurforeldrar sínir,
Sigurður Gunnlaugsson og Guðrún Jónsdóttir, hefðu verið
eiginlegir uppalendur sínir, „ég var miklu nátengdari þeim
en föður og móður, því að þau voru alltaf heima í bæ, en
mamma og pabbi meira við vinnu“. Sigurður Gunnlaugsson
var farinn að heilsu síðast, „elskulegur leiðtogi“ mælti Kol-
beinn, „og amma á sama hátt“. Sigurður dó þegar Kolbeinn
var fimm ára. Hann kenndi honum að þekkja stafina, og
snáðanum litla varð svo mikið um þegar afi hans féll frá, að
hann hélzt ekki við inni meðan presturinn flutti húskveðju.
Guðrún dó 1905, þegar Kolbeinn var tíu ára.
Sigurður Gunnlaugsson var lítið hneigður fyrir sögur og
sagnir, sagði Kolbeinn, en það hefði Guðrún amma sín ver-
ið miklu meira, „hún var stálminnug á atburði og hafði
bergmál af því sem gerðist í héraðinu á liðnum tíma, allt frá
dögum Espólíns og Þorkels stiftprófasts Olafssonar. Ef ég
hef nokkurs staðar að hneigð til sagnfræða, þá er það þaðan.
72